Leita í fréttum mbl.is

Hvaða vegalengd hleypur Addi í ár!?

Það er spurningin sem landsmenn hljóta að vera að spyrja sig að.  Fjöldin allur af auglýsingum birtust í fyrra með nafni Arnfinns Teits þar sem hann styrkti Þjót með því að hlaupa 21 km í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis.

Hvaða góðgerðarfélaga nýtur hins sérstaka hlaupastíls Arnfinns í ár og hversu langt leypur hann!?

Sjálfur ákvað ég í samráði við Sigurð Val að við tækjum 10 Km í ár og sæjum svo til á því næsta.  Minn ágæti vinnustaður VR hefur ákveðið að greiða 3000 kr á kílómetra fyrir starfsmenn sína til þess góðgerðarfélags sem starfsmaðurinn ákveður.  Í ár fær MS félagið að njóta 10 kílómetranna minna. 

 Hvet alla sem geta til að heita á mig og styðja þannig MS félagið.  Það má gera hér:

https://www.marathon.is/pages/aheit/?prm_participant_id=17265&prm_action=2

Lifið heil

Tryllti


mbl.is 8.300 skráðir í Reykjavíkurmaraþon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmvörðuháls 2007

Þá er komið að göngtúr sumarsins hjá Brekkunni. 

Brekkumeðlimir hafa lagt það í vana sinn að taka góðan göngutúr 1-2 svar á ári.  Reyndar hefur orðið misbrestur á þessum göngutúrum það skal játast en er það eingögnu tilkomið vegna þess að Sigurður Valur hefur verið erlendis og ekki haft tækifæri til að ýta okkur hinum af stað.

Farið hefur verið á Heklu, jæja eða allavegna keyrt að rótum þess ágæta fjalls og gengið aðeins um þar.  Svo hafa verið háleit markmið og menn farið víða í huganum, við Jón Þór höfum e.t.v. verið dugleagastir og m.a. gengið að Veggjunum og svo víða um Grafardal auk Akrafjallsins.

Nú skal haldið á Fimmvörðuháls og hann genginn á föstudaginn 29. júní.  Þátttöku skal skrá hér í athugasemdakerfið.  Nánari dagskrá fæst þá send í tölvupósti.

Núverandi þátttökulisti samanstendur af undirrituðum og Sigurði Val.  Aukinheldur mun Hallur Þór lóðsa okkur yfir hálsinn og segja sögur af mannsköðum og huldufólki sem hann hefur hitt á þessari leið.

Tryllti


Við þetta má bæta....

"Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata."

Sjá nánar:   http://www.visir.is/article/20070524/FRETTIR01/70524049

  


Ríkisreknar hvalveiðar

Ekki kemur þetta mér á óvart, sýnir vel hvað það vara mikill "plebbismi" að byrja á þessu aftur. Þetta mál snérist ekki um neitt nema vinsældarpólitík. Vona að menn fari nú að sjá að sér.

 

Siggi 


mbl.is 750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju NV-Kjördæmi

Þess skal í upphafi getið að undirrituðum munar ekki um að greiða 240 krónur í Hvalfjarðargöng og hefur aldrei kvartað yfir gangnagjaldinu.  Í raun hef ég ávalt litið á göngin sem mikla blessun og án þeirra byggji ég og mín fjölskylda væntanlega enn í svifrykinu í Reykjavík.

Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin mynda nýja ríkisstjórn þá má fastlega gera ráð fyrir því að vinirnir Guðbjartur og Sturla leggji fram frumvarp þess efnis að gjaldfrjálst verði í Hvalfjarðargöng.  Hvernig nákvæmlega þeir framkvæma það veit ég ekki en Samfylkingin hér í NV-kjördæmi hafði það á stefnuskránni og eru væntanlega með lausnir á því.

Ef svo ólíklega vill til að Sturla fái ráðherrastól þá ætla ég líka rétt að vona að Guðbjartur fái menntamálaráðuneytið.  Það gætu orðið skemmtilegir fundir þegar ríkisstjórnin hittist.  Ætli það neisti jafn hressilega á milli þeirra félaga og það gerði í kosningabaráttunni?

Líklega ekki, menn skilja slíkt náttúrlega eftir um leið og þeir komast að kjötkötlunum, tja í það minnsta Sturla hann koksaði all íllilega á fyrirspurn minni (á opnum stjórnmálafundi á Akranesi) um það að fylgja sinni eigin sannfæringu í stað þess að fylgja flokkslínum í einu og öllu.  Guðbjartur hinsvegar var harður á því að hann myndi fylgja eigin sannfæringu frekar en að fara að skipunum flokksins.

Tryllti


mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauð og ómerk

FYRIRSÖGNIN er þrjú orð sem fótgönguliðar flestra flokka hrópa nú hástöfum hvar sem tveir eða fleiri kjósendur koma saman. Hræsnin sem í þessari upphrópun felst er ástæða þessara skrifa minna.

Í lýðræðisríki er öllum heimilt að bjóða fram krafta sína til starfa á Alþingi og/eða sveitastjórnum, hafi menn á annað borð kosningarétt og óflekkað mannorð. Einnig er öllum heimilt að kjósa í Alþingis og sveitastjórnarkosningum hafi viðkomandi til þess aldur og uppfylli skilyrði um búsetu og ríkisborgararétt. Allir hafa því sama vægi innan sama kjördæmis og er því atkvæðið mitt hér í NV kjördæmi alveg jafn gott og atkvæði Guðbjartar, Jóns, Magnúsar eða Sturlu.

Vissulega má segja að atkvæði greitt Samfylkingunni sé dautt og ómerkt í augum sjálfstæðismanna og svo öfugt. Atkvæðið lifir samt sem áður næstu 4 árin og hefur nákvæmlega sama vægi og önnur. Það má þó halda því fram að komi sá flokkur sem ég greiddi atkvæðið mitt ekki að þingmanni þá sé atkvæðið mitt einskis virði. Með nákvæmlega sömu rökum má segja að öll þau atkvæði sem greidd eru ákv. flokki umfram það sem þarf til að ná einum þingmanni séu einskis virði, ef við gefum okkur að flokkurinn komi einungis einum þingmanni að.

Það að greiða atkvæði er því á ákveðinn hátt eins og að taka þátt í happdrætti. E.t.v. greiðir maður atkvæði alveg eins og "allir" hinir og lendir því í "sigurliðinu". Getur skemmt sér og trallað með "sínu liði" á kosninganóttina. Svo er allt eins líklegt að maður tapi og það lið sem maður greiddi atkvæði sitt kemst ekki í deild þeirra bestu. Það skiptir þó ekki máli ef maður greiðir atkvæðið eftir sinni bestu vitund, kynnir sér fyrir hvað flokkarnir og fólkið í þeim standa og hvernig þeir sjá landið okkar fyrir sér.

Umfram allt ber hverjum kjósanda að gera skyldu sína og kjósa þann 12. maí nk. Hvet ég alla til að skoða hug sinn og hjarta áður en X-ið er sett við einhvern bókstafinn og láta ekki skoðanakannanir eða upphrópanir fótgönguliðanna hafa áhrif á sig.

Höfundur er tölvunarfræðingur og kjósandi í NV-kjördæmi.

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu þann 6.5.2007


Opnir fundir - úrelt form

Sótti opinn kosningarfund í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi í gær.  Það er alveg ljóst að fundir sem þessi eru úrelt form frambjóðenda til að koma skilaboðum sínum á framfæri við kjósendur.  Sérstaklega þá sem enn eru óákveðnir.  Sennilega voru fæstir óákveðnir þarna í gærkveldi, ég myndi halda að 90-95 % væru þegar búnir að gera upp hug sinn og 70-90 % gamlir flokkshundar sem kjósa ekki eftir sannfæringu heldur eftir því með hvaða "liðið" hann heldur og maður skiptir ekki um lið í stjórnmálum eins og ALLIR vita.

Það sem mér fanst áberandi þarna í gær var hversu núverandi þingmenn virðast vera leiðinlegir.  Það er ekki nokkur leið að spyrja einfaldrar fyrirspurnar nema fá gamla frasa og endalausar langlokur um eitthvað allt annað en spurt var um!

Ef ég summera fundinn upp eftir því hverjir stóðu sig vel og hverjir ílla, að mínu huglæga mati:

Frummælendur

Frummælendur sem stóðu sig vel.  Enginn!

Frummælendur sem stóðu sig ílla. 

Herdís Þórðardóttir Sjálfstæðiflokki- flutti án efa ágæta ræðu hræðilega. 

Aðrir voru ekki á nokkurn hátt eftirminnilegir og ef Herdís hefur ætlað að láta muna eftir sér þá tókst henni það, ég mun ekki kjósa hana út á það!

Pallborðið

Góðir

Guðbjartur Hannesson Samfylkingunni.  Rökfastur, tegði lopan ekki um of (enda ekki kominn á þing) og skaut föstum skotum en þó málefnalegum á stjórnarliða.

Pálína Vagnsdóttir Íslandshreyfingunni.  Stuttorð, kjarnyrt og stóð sig vel innan um karlpungana.

Guðjón Arnar Frjálslyndum.  Ástríðupólitíkus sem talar af innlifum og þekkingu um þau mál sem hann talar um.  Þyrfti fleiri svona á þing.

Slæmir

Jón Bjarnason Vinstri grænum.  Froðusnakkur sem er ekki nokkur leið að fá vitræn svör uppúr.  Talar endalaust um allt og ekkert.

Aðrir voru eins og við var að búast LEIÐINLEGIR, þ.e. hjónin Sturla og Magnús.

Lokaorð

Einar K. Guðfinnsson.  Flutti flotta ræðu (reyndar uppfulla af frösum) sem átti ágætlega við um það sem fram fór þarna í gær.  Það sem var e.t.v. mest heillandi að hann flutti hana blaðlaust og gerði það vel.  Þyrfti að taka Herdísi í kennslu

Sigurður Valur Sigurðsson Íslandshreyfingunni.  Flutti fanta góða ræðu um Íslandshreyfinguna og fyrir hvað hún stendur.  Svaraði fyrir ádeilu Einars sem var á undan honum í ræðustól.  Ekkert hik eða fát á stráknum mundi kjósa hann alla daga vikunnar, tvisvar á sunnudögum!

Niðurstaðan er að opnir fundir sem þessi eru úreltir þar sem eina fólkið sem nennir að mæta á þá eru þeir sem hafa þegar ákveðið sig og því fá þeir ekkert út úr þeim.

Vandamálið er einnig að ekki er nokkur leið til að fá óákveðna kjósendur til að mæta á svona samkomur þar sem umræðurnar eru afa langdregnar og hreint út sagt leiðinlegar, sérstaklega pallborðsumræðurnar.  Miklu nær væri að sleppa pallborðinu hafa frammælendur og lokaorð og gefa fólki síðan færi á að tala við frambjóðendurnar maður á mann!

Eftir því sem ég kemst næst þá eru þessir fundir af frumkvæði Samfylkingarinnar og ef þeir eru vitnisburður um þann áægta flokk þá mun ég ekki kjósa hann!

Tryllti


Boltinn rúllar - Íslandhreyfingin í NV kjördæmi

Sigurður ValurUm síðustu helgi hófst formlega kosningabaráttan Íslandshreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Næstu tvær og hálfa viku munu frambjóðendur fara til fundar við kjósendur í kjördæminu. Við vonumst til að fá tækifæri til að hitta sem flest kjósendur á þessari snörpu yfirferð og kynna fyrir þeim stórhuga málefnaskrá hreyfingarinnar.  Íslandshreyfinginn er ekki óánæjuframboð. Það byggir ekki tilvist sýna á einhverri uppmagnaðri gremju sem brýst út í einhverri byltingar þrá. Framboðinu er ekki beint gegn einhverjum ákveðnum einstaklingum og ólíkt því sem margir virðast halda er því ekki beint gegn einhverju einu málefni.

Grunnur framboðsins er jákvæður og hugmyndin er innblásin af bjartsýni og trú á land og líð. Í öllum aðgerðum að hálfu stjórnvalda; hvort sem er í atvinnumálum, menntamálum, heilbrigðismálum, náttúru- og umhverfisvernd eða raun hverju sem er, viljum við keppa í fremstu röð og ekki undir neinum kringumstæðum þurfum við að selja okkur ódýrt eða slaka á þeirri kröfu. Íslandshreyfinginn vill nálgast hvert viðfangsefni sem tækifæri sem hægt er að nýta í stað þess að tala um endalaus vandamál sem þarf að leysa.  

Íslandshreyfingin lætur öðrum það eftir að hóta kjósendum með glundroðakenningum og heimsendaspám, tökum ekki þátt í argaþrasi um “dauð og ómerk” atkvæði, örugg þingsæti eða réttmæti ákveðna framboða.

Við hvetjum frekar fólk til þessa að kynna sér stefnumál Íslandshreyfingarinnar, leggja lóðin á vogaskálarnar og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni. Nú er tækifæri til að hleypa nýju fólki að stjórn landsins með nýjar hugmyndir og nýjar áherslur. Íslandshreyfinginn á erindi á Alþingi Íslendinga.

Sigurður Valur Sigurðsson

Höf. Skipar annað sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í NV kjördæmi.

 


Hvað á að kjósa!?

Fékk símhringingu frá Capacent Gallup í síðustu viku.  Fékk fjöldan allan af spurningum sem snérust um hvað ég hefði kosið síðast og hvað ég kæmi til með að kjósa í komandi kosningum.  Ég svaraði að sjálfsögðu satt og rétt og bjóst því að sjálfsögðu við að niðurstöðurnar yrðu sannar og réttar.  Ég tel þó að það sé ekki.  Ég svaraði einfaldlega að ég væri óákveðinn eins og ég er þessa stundina. 

Ekkert flókið við það, enda heyrir maður oft og iðulega að ákv. % fjöldi fólks sé óákveðið.  Bjóst ég því einnig við að heyra það í 8 fréttum í gærmorgun en nei nei ekki minnst einu orði á það.  Í lok fréttarinnar kom þó aðeins, "...svarhlutfallið var 61,6%. 77% aðspurðra tóku afstöðu". 

Ég svaraði þannig að ég geri ráð fyrir því að ég sé innan þessara 61,6% og væntanlega er ég þá hluti þessara 23% sem ekki tók afstöðu þar sem ég kvaðst vera óákveðinn.  Held ég sé farinn að skilja þetta en það er slatti, 23% sem enn er óákveðinn.  Það eru sennilega 14-15 þingmenn.  Hvernig væri að stofna flokk Óákveðinna? X-O

Kæmum í það minnsta vel út í skoðanakönnunum ef það væri tekið fram!

Tryllti


Eggin í körfuni

Man eftir því þegar umræðan um byggingu Norðuráls á Grundartanga stóð sem hæðst töluðu stóriðjusinnar gjarnan um það að “við mættum ekki setja öll eggin sömu körfuna”, og voru þá að vísa til þess að íslenskt hagkerfi þyrfti eitthvað mótvægi við sjávarútveg, því skorti fjölbreyttleika og því væri upplagt að auka vægi stóriðjunnar. Sögðu jafnvel að Íslenska hagkerfið væri eins og í þriðjaheimsríki þar sem heimsmarkaðsverð á kaffi eða bönunum ræður því hvort allt sé á leið til helvítis eða hreinlega farið til helvítis. Að mörguleiti góð rök og eins og margir aðrir hreifst ég með.

Síðan Norðurál var byggt er búið að stækka það tvisvar og verið að byggja risa álver fyrir austan, miklar líkur eru á að Alkan stækki í Straumsvík, Norðurál búið að tryggja sér leifi fyrir byggingu álvers í Helguvík, í Húsavík er undirbúningur kominn á fullt og svo vilja krakkarnir í þorlákshöfn fá eitt lítið og sætt líka, svona í stíl við sveitarfélagið.

Talandi um að dauðrota....

Og þetta hefur allt verið gert og stendur til að gera í skjóli ríkisverndar og sérkjara á raforku til handa stórfyrirtækjum sem eru öll 100% í eigu erlendra aðila.....

Komon..... og svo dettur “hægrimönnum” það íhug að í þessu sé fólgin einhver frjálshyggja... þriðjaheimsríki eða Sovétríki, getum við bara valið annaðhvort?????

Og þá erum við ekki einusinni byrjuð að tala um allar virkjanirnar, umhverfisspjöllin og öll tækifærin sem glatast við það að halda þessari stefnu til streitu.

Er ekki komin tími á að meta stöðuna uppá nýtt, eða eigum við að halda áfram að troða eggjum í álkörfuna?

Siggi


« Fyrri síða | Næsta síða »

www.brekkan.net

Samfélag brekkumeðlima www.brekkan.net!

Síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband