13.1.2007 | 00:07
Með Brekkuna að hugsjón - hugrenning geðsjúklings
Hér einu sinni á árum áður, fyrir daga bloggs og annara opinberra dagbókafærslna lögðu nokkrir vel þenkjandi menn af stað með heimasíðu eins og þessir miðlar voru kallaðir þá.
Skrefi á undan samtíðinni sem fyrr hófum við að setja niður á blað gang þanka okkar og opinbera kenndir og langanir fyrir þeim er vita vildu.
Eitt það sem um var skrafað var hvort Brekkan ætti sér annað líf en rafrænt og þótti mönnum svo sýnt, jafnvel voru uppi háar hugmyndir um stjórnmálaflokk byggðan á hugmyndafræði Brekkunar.
Mér þykir á þessum tímamótum er við höfum látið undan straumnum og berumst stjórnlaust niður bloggfljótið í átt að flúðum eða fossi að deila þessari hugmyndafræði með okkar ágætu lesendum.
Ég vil þó taka fram að ákveðnir meðlimir safnaðarins hafa elst verr en aðrir og allt eins líklegt að þessi hugmyndafræði eigi ekki við alla þá er Brekkuna mynda.
Stefnuskráin stendur af hinum fjórum V (VVVV)
Víðsýni
Heimurinn er undir þegar Brekkumeðlimurinn hugsar um heimili sitt, hann getur hvar sem er drepið niður fæti og kallað staðinn heimili sitt. Hvaða álfa sem er, nágrannar að hvaða kynþætti sem er, Brekkumeðlimurinn er svo víðsýnn að hann unir sér hvar sem er.
.....Kannski mætti útiloka aðra staði en Evrópu, og ok norðurlöndin verða víst að duga þó Þýskaland nazismans heilli. Af norðurlöndum veljum við líklega Ísland (eyja), vesturland (ekki Borgarnes) - ok Akranes.
Í hnotskurn, fyrir utan gælur við nazisma, ótta við útlendinga og hreint hatur við Borgarnes gæti (þó hann það ekki vilji) Brekkumeðlimurinn búið annars staðar en á Akranesi.
Virðing
Allir er jafnir í augum Brekkumeðlims, það er kannski einna helst að limurinn líti á þá skör neðar sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir, eru af öðrum kynþætti, með aðra kynhneigð, af öðru þjóðerni eða eru að einhverju leyti ekki sambærilegir við hina rómuðu limi Brekkunar.
Velsæmi
Sleikur á almannafæri
Von
Bjartsýni er Brekkulimum ofarlega í huga. Við lítum björtum augum á framtíðina - horfum í gegnum gróðurhúsaáhrifin, hungursneið og hættur fyrir botni hafs miðjarðar. Víð lítum fram hjá hnignum heimsins, ósómanum og hinni óumflýjanlegu vosbúð sem að okkur steðjar. Okkur er sama þó heimurinn verði aldrei samur og að Ragnarök séu nú þegar hafin.
Að lokum langar mig að klappa fyrir manninum sem hætti við að fara heim með stelpunni af því hann var ekki í nokkru ástandi til að gera nokkuð fyrir hana, klöppum fyrir manninum sem fer bara í sleik og mígur sitjandi og að lokum klöppum fyrir okkur sjálfum.
ATO
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHAHA, snilld, djöfull er agalega gaman að sjá ATO mættan á meðal vor á nýjan leik. Nú er bara spurning hvort maður fái lærðan pistil um það hvernig krakkarnir tóku þér!?
Tryllti (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.