18.1.2007 | 18:47
Fá þingmenn greidda yfirvinnu?
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þingmennskunni og hvernig hún hefur verið að birtast mér undanfarna daga. Sá í 10 fréttum í fyrrakvöld að Valdimar Leó utanflokka þingamaður, fyrrverandi þingamaður Samfylkingar var í ræðustól og var búinn að vera nokkra klukkutíma! Hann þvaðraði út og suður um málið og hafði ekkert vitsmunalegt fram að færa. Svokallað málþóf sem stjórnarandstaðan er þekkt fyrir að beita þegar mál eru þeim á móti skapi.
Nú er Valdimar Leó e.t.v. ekki þessi týpíski þingmaður en hann er ekki einn um að hafa þvaðrað út og suður um málið til þess eins og vekja á sér athygli og reyna að kæfa málið. Fleiri hafa staðið fyrir því að nú er búið að ræða málið í rúmlega 100 klst. Þar af eru töluverður fjöldi klukkutíma utan hins hefðbundna þingtíma, þ.e. á kvöldin og jafnvel langt fram eftir nóttu. Í ljósi þess hef ég velt fyrir mér hvernig þingfararlaunin eru samsett. Er innifalinn yfirvinna í þeim?
Ef ekki hvernig er yfirvinnan greidd? Þarf maður að sitja undir fjasinu og masinu í Valdimari og félögum til að fá greitt eða er nóg að þingfundur standi fram á nótt til að maður fái greitt, jafnvel þó svo að maður sitji inná skrifstofu hjá sér eða sé sofandi á sínu græna heima hjá sér?
Gefum okkur að yfirvinna sé greidd, sem ég er reyndar ekki viss um, en ef svo er þá er allt eins líklegt að Valdimar Leó sé aðeins að hækka launin sín!! Kall greyjið á örfáa daga eftir af þingmennsku sinni og sér fram á að fara í ílla launaða vinnu í byrjun maí. Daddarrrra, hann heldur uppi málþófi á þingi og sér til þess að þingfundir verði haldnar langt fram eftir kvöldum og jafnvel fram á nótt allt þetta þing og hann getur tekið gott sumarfrí í boði yfirvinnutíma sinna á Alþingi!
Skv. vef Alþingis er þingfararkaupið 517.639 og skv. launaseðli hins hefðbundna VR félaga þá er yfirvinna af þeirri upphæð 5375.68 krónur á tímann. Valdimar sá til þess að þingfundur stóð til 1:30 síðustu nótt og við gefum okkur að dagvinnutíma þingmanna ljúki kl 17:00. Þetta þýðir 8 tíma í yfirvinnu ef gert er ráð fyrir 1/2 tíma í mat!
Daddara........43005 krónur fyrir kvöldið í gær!! Vel gert Valdimar! Svo er bara að halda áfram bullinu segjum 2-3 í viku út þingið sem varla verður mikið meira en 8-10 vikur í vetur vegna kosninga og páskafrís og þá er þetta 688.000 kr. til 1.290.000 kr bónus fyrir ómakið!
Skrítið að Valdimari hafi ekki gengið betur í prófkjörinu!
Tryllti
E.s. rétt að taka það fram að skoðanir og ástæður "málþófs" Valdimars eiga vissulega rétt á sér það má ekki misskilja. Hann ber hag starfsfólks RÚV m.a. fyrir brjósti. Málið er hinsvegar hvernig hann setur það fram. Sem gamall ræðumaður þá veit ég að slíkar orðalengingar sem hann hefur viðhaft skila litlu m.a. tímann sem í þær fara.
Þorgerður Katrín segist taka undir ummæli um grímulaust málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnarandstaðan er nú ekki að þessum leiðindum út af yfirvinnugreiðslum. Þingmenn fá föst laun, alveg prýðileg, og hlunnindi af ýmsu tagi, en semsagt EKKI yfirvinnu.
Svo Valdimar Leó hefur ekki einu sinni þá afsökun.
Hrafn Jökulsson, 18.1.2007 kl. 19:14
Nei bjóst s.s. ekki við því, enda byði það uppá "misnoktun" bitra þingmanna! Eins og hvarflar að manni þegar maður hlustar á eða les ræður Valdimars!
Kannski er það bara ég!
Tryllti (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 19:38
Seljum batteríið og málið er dautt
ATO (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 10:56
Sammála ATO - spurning hvort Alþingi með öllu innanborðs geti ekki fylgt með í kaupunum.
Óskar Örn Guðbrandsson, 20.1.2007 kl. 16:43
Annars er ég fyrst að sjá það núna að þið séuð komnir hér inn á moggabloggið - virkar fínt finnst mér. Helst að maður sé ekki nógu duglegur að skrifa.
Óskar Örn Guðbrandsson, 20.1.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.