21.1.2007 | 19:02
Gamla síðan komin í lag en...
mér hefur heyrst á brekkumeðlimum að moggabloggið skuli notað áfram. Gefa skuli því séns að svo stöddu. Ég styð þá tilraun og hef þess vegna skellt gömlu síðunni "inní" moggabloggið. Jamm maður er nú ekki nörd fyrir ekki neitt. Hér á blogginu er kominn hlekkur undir flokknum "síður" sem á stendur gamla brekkan. Sé smellt á hann opnast gamla brekkan okkar og færslur frá upphafi aðgengilegar.
Menn geta áfram skrifað pistla þar og tjáð sig þannig á gamla mátann en fyrst og fremst er þetta að svo stöddu hugsað sem söguleg heimild.
Við Grelli ræddum það svo að koma texta moggabloggsins í grunn brekkunnar með smá forritun svo að það glatist ekki og verði áfram aðgengilegt þó að mogginn fari á hausinn!
Tryllti
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist á öllu að það sé algjör óþarfi að vera einhver "nörd" til að færa gömlu færslurnar hingað inn. Á stjórnborðinu veljið þið einfaldlega "blogg" og þar í það sem kallað er "innlestur" - segir það sig ekki sjálft hvað það er ;)
Annars voru stjórnendur bloggsins voðalega almennilegir við Áslaugu og keyrðu færslurnar af gömlu síðunni inn eins og ekkert væri. En tillit skal þó tekið til þess að hennar síða er ávalt meðal 5 vinsælustu síðum moggabloggsins með hátt í 2000 heimsóknir á hverjum einasta degi - þannig að það er spurning hvort allir fái svo góða þjónustu. Allavegana fékk ég hana ekki ;)
Líst vel á að þið haldið ykkur við þessa síðu. Koma svo... ég veit þið getið staðið ykkur vel í þessu.
Óskar Örn Guðbrandsson, 21.1.2007 kl. 20:12
Já nei Óskar minn það er ekkert hægt að "hlaða" gömlu færslunum af brekkunni einhversstaðar "inn". Hvurslax mella heldur þú að brekkan sé? Ég ifram-aði brekkunni inná moggabloggið, þannig að hún keyrir inní moggablogginu í sínu upprunalega lúkki, eða réttara sagt í sínu öðru lúkki. Upprunalega lúkkði var grátt fyrir þá sem muna svo langt aftur.
Þannig að ég ætla að biðja þig að vera ekki að gera lítið úr mínum nördaskap! Velkominn heim annars!
Tryllti (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 23:06
Blablabla... Þetta hefst upp úr því að vera nörd - það skilur mann enginn. Af hverju þurfa hlutirnir að vera svona flóknir. Betra væri ef þú talaðir ekki svona nördamál.
En takk samt
Óskar Örn Guðbrandsson, 22.1.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.