24.1.2007 | 23:04
Svínadalurinn heillar
Það er ljóst að góðkunningjar lögreglunnar leita víða hófanna. Nú eru sumarhúsaeigendur í Svínadal ekki óhultir lengur. Jafn gott að þeir hafi látið fjölskyldusetrið í friði. Líklega hafa þeir ekki komist að því, þarf a.m.k. 33" breyttan bíl til að komast að húsinu eins og staðan er núna.
En þetta leiðir hugan að því sem bróðir minn velti upp á dögunum um það hvort það væri jafnvel ekki farið að borga sig fyrir sumarhúsaeigendur í tiltörulega stórum hverfum að vera með vaktmann á launum allan ársins hring. Eldri maður/kona sem tæki rúnt um svæði sumarhúsa á skilgreindum tímum og gengi úr skugga um að allt væri með felldu. Í stórum hverfum með 20 eða fleiri húsum þarf slíkur maður ekki að kosta svo mikið, m.v. þær upphæðir sem oft eru í húsum og innbúum sumarhúsa í dag.
5000 kall á mánuði er ekki mikið fyrir öryggisgæslu á svona svæði, ef við gefum okkar að um 20-40 hús sé að ræða á svæðinu þá er það 100-200 þús kall á mánuði.
Tryllti
Fjórir handteknir fyrir að hafa brotist inn í bústað í Svínadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal taka þetta að mér.... Ef þú skaffar bíl og bensín og ég vill engan helvítis Yaris....
Siggi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.