Leita í fréttum mbl.is

Pabbinn

Fór ásamt fríðu föruneyti í leikhús í gær.  Konan tók að sér að finna verk fyrir vinahópinn og tíma til að fara á verkið.  Ég verð að játa það að mér leist ekki í blikuna þegar ég komst að því á hvað og hvenær við værum að fara í leikhús.  Leikverkið Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson varð fyrir valinu og 2. sýning!  Konan er augljóslega ekki mjög reynd í leikhúsbransanum þar sem "mítan" um að 2. sýning sé alltaf frekar slöpp ætti nú að vera öllum að góðu kunn.  Hellisbúa Bjarni hefur svo í mínum huga verið frekar einhæfur og fastur í hellisbúanum þannig að ég bjóst alls ekki við miklu.  Byrjaði því á stórum bjór þegar í Iðnó var komið svona til að gera gott úr þessu!

Það er skemmst frá því að segja að Pabbinn er bara hin ágætasta skemmtun og 2. sýninga "mítan" átti ekki við í gær.  Bjarni stóð sig vel en eins og áður er minnst á þá er Bjarni allaf fastur í hellisbúanum og þar hefur engin breyting orðið á.  Sömu taktarnir, sömu hreyfingar, sömu áherslurnar og ef mér skjátlast ekki þá er sami leiksstjórinn og í Hellisbúanum, Siggi Sigurjóns.  "Plottið" í pabbanum er svo nánast framhald af hellisbúanum eða gæti hugsanlega verið einn kafli í hellisbúanum.  Bjarni segir söguna á svipaðan hátt og hellisbúann út frá sér og sínum reynsluheimi.  Nú er hann sem sé búinn að ná sér í konu og orðinn pabbi.  Held að flestir geti áttað sig á framhaldinu.

Þrátt fyrir það þá hafði ég gaman að þessu stykki, s.s. ekkert meistaraverk en fín afþreying.  Hefði sennilega átt að taka með mér aukabjór samt í hléi líklega hefði það kitlað hláturtaugarnar örlítið meira.  Það sem maður hefur gaman að er náttúrlega eins og í Hellisbúanum það að maður getur samsamað sig við það sem verið er að segja frá og maður þekkir það af eigin raun það sem verið er að fjalla um.  Sem sé nákvæmlega sama formúla og Hellisbúinn nema það er búið að heimfæra hana uppá föðurhlutverkið.  Konurnar (stelpurnar) í hópnum höfðu reyndar gaman af þessu og jafnvel þær "einstæðu" líka, sjálfsagt hafa þær séð okkur feðurnar í hópunu fyrir sér í sömu hlutverkum og Bjarni var að lýsa.

2 1/2 stjörnur af 5 mögulegum

Tryllti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

www.brekkan.net

Samfélag brekkumeðlima www.brekkan.net!

Síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband