31.1.2007 | 22:13
Úrsögn og dauði flokkakerfisins
Þetta klúður Frjálslyndaflokksins er enn eitt dæmi þess að flokkakerfi eins og er við lýð í íslenskum stjórnmálum er úr sér gengið og ætti að uppræta. Þessir stjórnmálaflokkar allir sem einn eru orðnir sérhagsmunasamtök fárra útvalinna og ekki nokkur leið fyrir fólk með meðtnað og hugsjónir að komast að. Tja nema eiga einhverja aura, heita Árni Jonsen og/eða vera frá Vestmannaeyjum því þar kjósa menn í prófkjörum þvert á flokka og hika ekki við að vera í 2-3 stjórnmálaflokkum á sama tíma til að geta komið sínu fólki að!!
Sjálfur komst ég að því á dögunum að ég væri félagi í Sjálfstæðisflokknum. Hafði reyndar lengi grunað þetta og verið að velta því fyrir mér hvenær það hefði getað gerst. Eftir nokkra umhugsun og pælingar þá komst ég að því að sennilega hafi það gerst fyrir kosningarnar 1995. Þá aðstoðaði ég félaga mína sem þá voru í félagi ungra sjálfstæðismanna á Akranesi við að standsetja kosningamiðstöð ungafólksins á Skaganum. Hvenær ég hripaði (og hvort) nafnið mitt á blað og skráði mig í flokkinn er mér hulin ráðgáta, líklegast þá verið á 4-5 bjór sem ég reyndar hafði ekki þroska til að kunna að meta á þeim árum!
Ástæðan fyrir því að ég komst að þessum ósöpum, þ.e. að ég væri flokksbundinn er sú að mér barst bréf frá fulltrúaráði flokksins þar sem dagskrá vetrarins er tíunduð og fólki tjáð að nú sé svo mikið framundan að ekki verið hjá því komist að innheimta félagsgjöld!
Félagsgjöld! Nískupúkinn ég mun nú ekki borga félagsgjöld til flokks sem nýverið hefur úthlutað sér veglegan hluta skatta minna með alveg hreint fáránlegu frumvarpi um fjármál stjórnmálaflokkanna! Ég sagði mig því úr flokknum á heimasíðu flokksins www.xdakranes.is bað sérstaklega um að móttaka umsóknarinnar yrði staðfest sem reyndar hefur ekki enn gerst.
Auk þess legg ég til að íslenskir stjórnmálaflokkar verði lagðir niður!
Tryllti
Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni engum vafa undirorpin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf finn ég fleiri sem hafa gefist upp á Sjálfstæðisflokknum eftir síðasta kjörtímabil. Velkominn í hópinn félagi.
Haukur Nikulásson, 31.1.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.