6.2.2007 | 23:40
Template fyrir Sigga
Siggi okkar er greinlega alvarlega að íhuga úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum. Hann taldi það góða hugmynd að birta hér það sem ég sendi í gegnum síðuna www.xdakranes.is á dögunum. Hef hann grunaðan um að vilja vita hvernig hann eigi að fara að þessu. Læt þetta því flakka hér og býð Sigga (já og öðrum sem vilja) að nota þetta sem skapalón að sinni eigin úrsögn. Hvort heldur það er úr Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokkum, gæti reydnar þurft að breyta einhverju ef aðrir flokkar eru valdir!
"Komið þið sæl
Mér þætti vænt um að þið sæjuð ykkur fært um að taka mig af félagalista ykkar. Skrá mig úr flokknum.
Þar sem fasteignagjöld og leikskólagjöld hafa hækkað óeðlilega frá því að þið tókuð við völdum í bæjarfélaginu okkar þá hef ég einfaldlega ekki efni á að vera í félaginu. Endilega afskráið einnig kröfuna sem þið hafið sent á mig vegna félagsgjalda, 3000 krónur.
Flokkurinn er nýbúinn að koma í gegn frumvarpi um fjármál stjórnmálaflokka og í því er gert ráð fyrir umtalsverðum upphæðum sem mun renna til flokksins. Þið verðið að sækja í þann sjóð ef þið eruð fjárþurfi. Ég er búinn að greiða í hann með sköttum mínum.
Vinsamlegast staðfestið móttöku þessara skilaboða með því að senda póst á netfangið viktor@isl.is.
Ef engin staðfesting berst geri ég ráð fyrir að koma þessu til ykkar með öðrum leiðum.
kveðja Viktor Elvar Viktorsson"
Fékk svo svar á sunnudaginn:
"Sæll,
Staðfesti móttöku og afgreiðlsu líkt og óskað er eftir.
Kv.
f.h. Sjálfstæðisflokkinn Akranesi
......."
Sé ekki ástæðu til að nafngreina neinn frá Sjálfstæðisflokknum án efa vænasti náungi sem ég kann bestur þakkir fyrir svarið, enn hangir þó greiðsluseðillinn inní netbankanum mínum eins og vofa fortíðar!
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég þarf að hugleiða þetta mjög alvarlega... að vísu snerta fasteignagjöld og leikskólagjöld á Akranesi mig ekki sérstakleg og því hæpið að ég noti það sem ástæðu fyrir úrsögn úr flokknum. En það er á nógu öðru að taka, nægir þar að nefna stóriðjustefnu, hvalveiðar, Héðinsfjarðargöng, afleiddar áherslur í skipluagsmálum í Reykjavík, Íraq og Árna Jonsen!!!!
Siggi (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:02
Líka það að þú ert kommúnisti, þeir eiga ekki heima í sjálfstæðisflokknum
Arnfinnur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.