20.2.2007 | 09:30
Tarfur á svæði 2!
Fékk þau ánægjulegu skilaboð í morgunsárið að ég hefði fengið úhlutað hreindýri í ár! Ekki voru allir jafn heppnir þar sem bróðir minn hafði sent mér póst með meldingu að það væru 213 á undan honum í röðinni ef einhver hyggðist ekki nýta leyfið sitt!
Það er þá ljóst að ég er að leiðinni austur á land á tímabilinu 1. ágúst til 15. september til að sækja mér eitt stykki tarf.
Tryllti Tarfur!
E.s. rétt að taka fram að veiðisvið Umhverfisstofnunar er án efa ein flottasta og skilvirkasta stofnun landsins og þetta segi ég ekki af því að ég fékk úthlutun! Ástæðan er sú að meira og minna öll samskipti mín við þá eru rafræn. Ég sendi veiðiskýrslur rafrænt, ég sæki um hreindýr, veiðikort og annað rafrænt. Þeir voru með vefvarp af útdrættinum, útdrátturinn var sýndur á fjarfundi á 3 stöðum á landinu og svo framvegis. Þeir voru búnir að senda mér staðfestingu á dýrinu mínu nokkrum klst eftir að ég var dregin út! Já og bróðir minn fékk líka sína "staðfestingu" nokkrum klst síðar!
![]() |
Dregið um hreindýraveiðileyfi í gærkvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með tarfinn.
Ég er svo hjartanlega sammála þér með veiðisvið Umhverfisstofnunar því að ég er erlendis og gekk frá öllum mínum málum þaðan og fékk mína fyrstu úthlutun á belju á sv.3.Svo er þetta náttúrulega flott að meðalmaðurinn í veiðimenskunni eigi sama sjéns og allir hinir þó að maður sé ekki með fullar hendur fjár til að leigja lönd til veiða eins og er í rjúpu og gæsaveiði.
Kv.
STG
Steinþór (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:00
Er hægt að skjóta þau rafrænt?
Geir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.