Leita í fréttum mbl.is

Vinstri Grænir eða ....

Sú staðreynd hræðir mig að Vinstri Grænir gætu farið í Ríkistjórn eftir næstu kosningar. Ekki nóg með það heldur eru góðar líkur á því að þeir gætu leitt næstu Ríkistjórn. Mikið rosalega held ég að það gætu verið erfið fjögur ár.

Ég hef nú samt alltaf verið frekar jákvæður í garð Vinstri Grænna einfaldlega vegna þess að maður veit nú yfirleitt hvar maður hefur þá. Maður getur oftast nær gefið sér hvað þeir hafa til málana að leggja.

En aldrei hafði ég ímyndunarafl í þetta. Að einn daginn væri fjórði hver íslendingur tilbúinn til að styðja þá í kosningum! Magnað!

Núna í gær tókst Ögmundi Jónassyni að koma í veg fyrir að frumvarp um að leifa sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum yrði að lögum. Hann sagði einfaldlega að ef frumvarpið kæmist á dagskrá myndu Vinstri Grænir beita málþófi sem óhjákvæmilega myndu seinka þinglokum. Og það vildu þingmenn ekki, þeim liggur svo á að hefja kosningabaráttuna fyrir alvöru. Þetta tókst honum þrátt fyrir það að það væru yfir 10 þingmenn úr öllum öðrum flokkum en Vinstri Grænum sem ættu aðild að þessu frumvarpi. (Virkilega lýðræðislegt)!

Reyndar hef ég oft spurt sjálfan mig af hverju í ósköpunum sjálfstæðisflokkurinn (sem kallar sig Frjálshyggjuflokk) er ekki löngu búinn að koma þessum lögum í gegn um þingið? Þetta er dæmi um eitt af fjölmörgum smávægilegum breytingum sem þó myndu auka lífsgæðin í þessu landi og þó ekki væri nema í eitt augnablik myndi maður kannski trúa því að þetta tal sjálfstæðismanna um frelsi einstaklinga og fyrirtækja væri ekki bara orðin tóm!

Þegar ég hugsa betur um það þá skiptir kannski engu máli þó Vinstri Grænir komist í ríkistjórn...... 

 

Siggi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert ert þú Góurinn!?  Minni menn á að gera ekki öðrum brekkumeðlimum upp skoðanir og setja nafnið sitt efst eða neðst!

Tryllti (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 08:11

2 identicon

Það skrifa enginn hérna inn á þessa síðu nema ég...... Sé ekki hvernig þetta hefði átt að fara milli mála.....

Siggi (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 08:34

3 identicon

En Siggi, þú ert vinstri grænn:

Á móti hvalveiðum

Vilt útrýma einkabílnum

Umhverfisfasisti

Arnfinnur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:47

4 identicon

Ég vill svo hvetja alla lesendur brekkunar til að fara á http://framtidarlandid.is/sattmali og skrifa undir "Sáttmálan um Framtíð Íslands". Virkilega góðar tillögur og vel framsettar.

Siggi (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:08

5 identicon

I rest my case

Arnfinnur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:38

6 identicon

Þetta er handónýtt plagg.  Sé ekki að svona undirskriftarlisti hafi nokkurt gildi og komi til með að skila nokkru.  Steingrímur Jóhann á eftir að byggj álver á Húsavík um leið og hann kemst til vald!

Sami sviðni rassinn undir þeim öllum þessum þingmönnum.

Já það hvarflar að manni að Siggi sé umhverfisfasisti, þess verður væntanlega ekki langt að bíða að við fáum að sjá hann í kvöldfréttunum hlekkjaður við einhvern krana uppá hálendi!

Tryllti (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:16

7 identicon

Er það semsagt ykkar niðurstaða, að maður sé “umhverfisfasisti” ef maður vill fara gætilega í frekari virkjana framkvæmdir? Ef maður vill leifa náttúrunni og komandi kynslóðum að njóta vafans umfram erlend stórfyrirtæki? Ef maður vill fjölbreytni í atvinnuuppbyggingu í landinu? Ef maður sér tækifærinn víðar en þungaiðnaði (og atvinnubótavinnu fyrir Pólverja)?

Að þessu sögðu vill ég benda ykkur á það að enn á eftir að ráða rúmlega 100 mans til starfa í Fjarðaráli. Hvet ykkur til að sækja um. 

Siggi (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:08

8 identicon

Arnfinnur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 20:22

9 identicon

I rest my case

Siggi (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

www.brekkan.net

Samfélag brekkumeðlima www.brekkan.net!

Síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband