23.3.2007 | 16:20
Eggin í körfuni
Man eftir því þegar umræðan um byggingu Norðuráls á Grundartanga stóð sem hæðst töluðu stóriðjusinnar gjarnan um það að við mættum ekki setja öll eggin sömu körfuna, og voru þá að vísa til þess að íslenskt hagkerfi þyrfti eitthvað mótvægi við sjávarútveg, því skorti fjölbreyttleika og því væri upplagt að auka vægi stóriðjunnar. Sögðu jafnvel að Íslenska hagkerfið væri eins og í þriðjaheimsríki þar sem heimsmarkaðsverð á kaffi eða bönunum ræður því hvort allt sé á leið til helvítis eða hreinlega farið til helvítis. Að mörguleiti góð rök og eins og margir aðrir hreifst ég með.
Síðan Norðurál var byggt er búið að stækka það tvisvar og verið að byggja risa álver fyrir austan, miklar líkur eru á að Alkan stækki í Straumsvík, Norðurál búið að tryggja sér leifi fyrir byggingu álvers í Helguvík, í Húsavík er undirbúningur kominn á fullt og svo vilja krakkarnir í þorlákshöfn fá eitt lítið og sætt líka, svona í stíl við sveitarfélagið.
Talandi um að dauðrota....
Og þetta hefur allt verið gert og stendur til að gera í skjóli ríkisverndar og sérkjara á raforku til handa stórfyrirtækjum sem eru öll 100% í eigu erlendra aðila.....
Komon..... og svo dettur hægrimönnum það íhug að í þessu sé fólgin einhver frjálshyggja... þriðjaheimsríki eða Sovétríki, getum við bara valið annaðhvort?????
Og þá erum við ekki einusinni byrjuð að tala um allar virkjanirnar, umhverfisspjöllin og öll tækifærin sem glatast við það að halda þessari stefnu til streitu.
Er ekki komin tími á að meta stöðuna uppá nýtt, eða eigum við að halda áfram að troða eggjum í álkörfuna?
Siggi
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kommúnisti
Arnfinnur (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 19:28
Nei þarna er ég sammála þér Siggi en í hvaða körfu eigum við að setja restina af eggjunum? Ferðamannakörfuna!? Nei við viljum ekki ferðamenn þeim gæti dottið í hug að fækka fötum eða jafnvel kyssast og það á almannafæri!
Lokum bara landinu fyrir öllu utanafkomandi, stofnum samyrkjubú og lifum á lífsins gæðum. Sjáum til hvað Greiningardeildir bankanna segja við því! HA
Tryllti (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.