24.3.2007 | 10:43
Hvað á að kjósa!?
Fékk símhringingu frá Capacent Gallup í síðustu viku. Fékk fjöldan allan af spurningum sem snérust um hvað ég hefði kosið síðast og hvað ég kæmi til með að kjósa í komandi kosningum. Ég svaraði að sjálfsögðu satt og rétt og bjóst því að sjálfsögðu við að niðurstöðurnar yrðu sannar og réttar. Ég tel þó að það sé ekki. Ég svaraði einfaldlega að ég væri óákveðinn eins og ég er þessa stundina.
Ekkert flókið við það, enda heyrir maður oft og iðulega að ákv. % fjöldi fólks sé óákveðið. Bjóst ég því einnig við að heyra það í 8 fréttum í gærmorgun en nei nei ekki minnst einu orði á það. Í lok fréttarinnar kom þó aðeins, "...svarhlutfallið var 61,6%. 77% aðspurðra tóku afstöðu".
Ég svaraði þannig að ég geri ráð fyrir því að ég sé innan þessara 61,6% og væntanlega er ég þá hluti þessara 23% sem ekki tók afstöðu þar sem ég kvaðst vera óákveðinn. Held ég sé farinn að skilja þetta en það er slatti, 23% sem enn er óákveðinn. Það eru sennilega 14-15 þingmenn. Hvernig væri að stofna flokk Óákveðinna? X-O
Kæmum í það minnsta vel út í skoðanakönnunum ef það væri tekið fram!
Tryllti
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.