18.5.2007 | 13:37
Til hamingju NV-Kjördæmi
Þess skal í upphafi getið að undirrituðum munar ekki um að greiða 240 krónur í Hvalfjarðargöng og hefur aldrei kvartað yfir gangnagjaldinu. Í raun hef ég ávalt litið á göngin sem mikla blessun og án þeirra byggji ég og mín fjölskylda væntanlega enn í svifrykinu í Reykjavík.
Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin mynda nýja ríkisstjórn þá má fastlega gera ráð fyrir því að vinirnir Guðbjartur og Sturla leggji fram frumvarp þess efnis að gjaldfrjálst verði í Hvalfjarðargöng. Hvernig nákvæmlega þeir framkvæma það veit ég ekki en Samfylkingin hér í NV-kjördæmi hafði það á stefnuskránni og eru væntanlega með lausnir á því.
Ef svo ólíklega vill til að Sturla fái ráðherrastól þá ætla ég líka rétt að vona að Guðbjartur fái menntamálaráðuneytið. Það gætu orðið skemmtilegir fundir þegar ríkisstjórnin hittist. Ætli það neisti jafn hressilega á milli þeirra félaga og það gerði í kosningabaráttunni?
Líklega ekki, menn skilja slíkt náttúrlega eftir um leið og þeir komast að kjötkötlunum, tja í það minnsta Sturla hann koksaði all íllilega á fyrirspurn minni (á opnum stjórnmálafundi á Akranesi) um það að fylgja sinni eigin sannfæringu í stað þess að fylgja flokkslínum í einu og öllu. Guðbjartur hinsvegar var harður á því að hann myndi fylgja eigin sannfæringu frekar en að fara að skipunum flokksins.
Tryllti
![]() |
Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef tekið ómakið af GHH og ISG varðandi skipan ráðherra í embætti. Sturla fær ekki náð fyrir augum undirritaðs en Gutti skólastjóri gerir það hinsvegar (hef trú á honum kallinum).
Varðandi "eigin sannfæringu" þá snýst þetta að sjálfsögðu um að ná lendingu í málum og til þess þurfa menn oftast að bakka eitthvað í einstökum málum en sækja fram í öðrum, getum ekki ætlast til þess að við fáum allt sem við viljum - bara meirihlutann (í besta falli).
Sjá annars nýja ráðherraskipan á bloggsíðunni minni
Kveðja
Óskar Örn
Óskar Örn Guðbrandsson, 18.5.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.