Þessi frétt vakti strax upp skemmtilegar minningar.
Síðastliðinn fimmtudag urðu nokkkrir nemendur tíunda bekkjar Brekkubæjarskóla á Akranesi uppvísir að því að spilla samlokum sem þeir seldu í brauðsölu innan skólans. Settu þeir laxerolíu á nokkrar samlokur og seldu þær. Nokkrir nemendur veiktust í kjölfarið. Skólayfirvöld fullvissa aðra nemendur og forráðamenn þeirra um að slíkt eigi ekki að geta endurtekið sig. Í tilkynningu frá skólayfirvöldum segir m.a: Þegar hefur verið tekið á þessu máli hér í skólanum með fullum þunga. Við erum búin að komast fyrir rót vandans og höfum gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti nokkurn tíma hent aftur. Við höfum breytt öllu skipulagi á afgreiðslu í brauðsölunni, auk þess sem hún var þrifin í hólf og gólf. |
Þá segir einnig í tilkynningu skólayfirvalda að nemendur unglingadeildar sem hafa keypt af brauðsölunni fram að þessu geta verið þess fullvissir að fullkomlega óhætt verður að versla þar héðan í frá. |
En greinilegt að prakkarastrikinn verða grófari með hverju ári.
Við vorum reyndar aldrei svo frægir að komast í blöðin.
Lifi Brekkubæjarskóli
Athugasemdir
Já Grétar þið villingarnir í Brekkubæjraskóla tókuð nú uppá ýmsu á meðan við ljósin í Grundó vorum ætíð til fyrirmyndar! Það er nú ekki að ástæðulausu að maður sótti það fast að komast í Grundaskólahverfi. Manni er nú annt um barnið sitt!
Tryllti (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:37
Já, þetta er öllu sóðalegra heldur en það sem við gerðum.... En annars er ég nú sannfærður um að við hefðum komist í blöðin, allavega á einhverja vefmiðla og bloggsíður ef við hefðum prakkarast þetta í dag. En þetta voru einfaldari tímar...
Siggi (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.