Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
24.10.2007 | 14:20
Hálfvitana á Akureyri
var það sem sonur minn sagði ömmu sinni og afa að hann væri að fara að sjá þegar þau spurðu hvað hann væri að fara að gera um síðustu helgi. Drengurinn áttaði sig ekkert á því af hverju amma hans og afi fóru að skellihlæja þegar hann hafði sagt þeim þetta.
Skýringin var eðlilega sú að hann var að fara að sjá skagamanninn Hallgrím Ólafsson og félaga hans hjá Leikfélagi Akureyrar í leikritinu Óvitar eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Drengurinn hló reyndar ekki nærri því jafn mikið af sýnigunni og amma hans og afi hlóu að honum en engu að síður skemmti hann sér konunglega og lifði sig inní leikritið. Svo mikið lifði hann sig inn í leikritið að hann átti erfitt með að festa svefn síðar um kvöldið þar sem langafinn í leikritinu var sagður eiga lítið eftir og stráksi pældi mikið í þessu sem öðru.
Sýningin var annars í lang flesta staði virkilega góð og ríflega 5000 manna aðsókn segir meira en mörg orð og það sérstaklega hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem leikhúsið rúmar nú ekki mjög marga á hverri sýningu. Skagamaðurinn stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja og var bara drullu góður í hlutverki Finns hins týnda. Ótrúlega gaman að sjá Halla á sviði, ekki það maður ólst upp við að hann væri á sviðinu með kassagítarinn og/eða með hljómsveitum í hæfileikakeppni FVA og annarsstaðar. Því var virkilega gaman að sjá hann í þessu "nýja" leikara hlutverki sínu á sviðinu og þó að kassagítarinn hafi ekki verið framaná stráksa þá var hann engu síðri en með hann.
Aðrir leikarar stóðu sig fanta vel líka, Gummundur eins og Finnur kallaði hann var flottur og náðu þeir vel saman vinirnir. Ungu krakkarnir allir voru líka flott í hlutverkum sínum þó að einstaka veikburða raddir hafi ekki alveg heyrst af minni hálfu. Var reyndar með í eyrnumu!
Eftir þessa upplifun þá hef ég ákveðið að fara á sýningu hjá LA strax eftir áramót en þá leikur Halli í farsanum Fló á skinni sem ku vera alveg mögnuð skemmtun. 100 ára gamalt leikrit í leikgerð Gísla Rúnars, fyrir þá sem hafa á annað borð gaman að farsa þá er þetta klárlega málið. Skora á aðra brekkumeðlimi að fjölmenna með mér og minni spúsu þegar þar að kemur!
Gæti orðið um miðjan janúar, árshátíð Brekkunnar á Akureyri þetta árið!? Hver veit!
Tryllti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 10:59
Prakkarastrik á Skipaskaga
Þessi frétt vakti strax upp skemmtilegar minningar.
En greinilegt að prakkarastrikinn verða grófari með hverju ári.
Við vorum reyndar aldrei svo frægir að komast í blöðin.
Lifi Brekkubæjarskóli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 09:38
Þá kýs ég nú frekar göngin og Kjalarnesið.......
heldur en blessaða heiðina. Skil ekki hvernig fólki dettur í hug að flytjast til Selfoss eða Hveragerðis þegar það getur valið að búa á Akranesi!
Það að borga 200 kall rúman fyrir ferðina er náttúrlega bara stór og góður djókur. Er viss um að þessir sem fengu slink á hálsinn og skemmdu bílana sína í morgun hefðu glaðir vilja skipta á gjaldi í göngin!
Tryllti
Varað við töfum á umferð vegna hálku og umferðaróhappa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 13:42
Hvenær fer maður í átak og hvenær fer maður ekki í átak?
Sumir spila Golf, sumir drepa saklausa fugla, sumir hafa gaman að því að þeysast um á vélhjólum og einhverjir spila knattspyrnu.
Við Grétar höfum gaman að því að taka daginn snemma fara líkamsrækt, lifta lóðum og hamast á ýmsum tækjum og tólum. Við höfum ekki síður gaman að því að hitta fólkið í líkamsræktastöðini og fara yfir málefni líðandi stundar. Eins er það með öllu óviðjafnanlegt að slaka á í heitum potti eða fara í gufubað eftir erfiða æfingu.
Fyrst og fremst er þetta þó frábær leið til að byrja daginn; maður verður allur þróttmeiri og ákveðnari í því að takast á við lífið af bjartsýni.
Viktori er þó að sjálfsögðu frjálst að kalla þetta þeim nöfnum sem hann vill. Átak eða ekki átak, við Grétar höfum þó ekki setta þetta upp sem eitthvað tabú sem krefst athygli annarra en okkrar sjálfra. Við höfum ekki skilgreint tímamörk eða markmið, höfum ekki leitað ráðgjafar fagaðila eða óskað eftir athugasemdum, stuðningi né aðdáun nokkurs.
Við gerum þetta á okkar forsendum og árangurinn sömuleiðis verður alfarið metin út frá okkur sjálfum. Hver sem niðurstaðan kann að verða munu allavega alltaf sitja eftir góðar minningar. Það má þó vissulega ræða það hvort við leifum lesendum brekkunar að fylgjast með því sem er að gerast. Við munum vafalaust ræða það í pottinum í fyrramálið. En það verður þó ekki gert öðruvísi en á okkar forsendum.
Siggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2007 | 11:48
Uppljóstrun
Ég þykist vita að eftirfarandi upplýsingar liggja ekki á glámbekk og þeim er ekki ætlað að vera á milli tannana á fólki. Einmitt þess vegna finst mér kjörið að koma þeim á framfæri!
Strákarnir eru byrjaðir í ræktinni. Það er komið upp annað átak! Eitthvað minna í sniðum þó en það sem átti sér stað á síðum brekkunnar fyrir nokkrum misserum. Einungis 2 meðlimir brekkunnar taka þátt að þessu sinni en ekki fjórir eins og í fyrra skiptið. Væntanlega vegna þess að þeir 2 þurfa lang mest á því að halda!
Hér með skora ég á þessar tvær feitabollur að leyfa okkur að fylgjast með í máli og myndum.
Tryllti - sem þarf ekkert á því að halda að fara í Átak!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar