Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Koma svo frændi......

Bjössi frændi frá Mælifellsá heldur áfram að standa sig.  Nú held ég að það sé bara tímaspursmál hvenær hann bætir þetta blessaða íslandsmet.  Held að það séu meiri líkur á því en að úrvalsvísitala kauphallarinnar nái 8000 stigum á árinu!  Þegar hann verður búinn að ná því þá á hann eftir að bæta það enn meira, þetta er bara sálfræði ekkert annað.

Annars eru þeir bræður frá Mælifellsá alveg ótrúlegir.  Held að þeir hljóti að eiga íslandsmet í íslandsmetum bræðra eða eitthvað.  Þar að auki hefur sá elsti Hrafn spilað með landsliðum Íslands í handbolta.  Þeir eru magnaðir piltar og drengir góðir það mega þeir líka eiga.  Maður er stoltur að geta rakið ættir sínar til slíkra manna já og kvenna.  (Eins gott að passa sig femínistar gætu reynt að koma í veg fyrir að ég fái að gista á Sögu)

Tryllti


mbl.is Björn alveg við EM lágmarkið í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tarfur á svæði 2!

Fékk þau ánægjulegu skilaboð í morgunsárið að ég hefði fengið úhlutað hreindýri í ár!  Ekki voru allir jafn heppnir þar sem bróðir minn hafði sent mér póst með meldingu að það væru 213 á undan honum í röðinni ef einhver hyggðist ekki nýta leyfið sitt!

Það er þá ljóst að ég er að leiðinni austur á land á tímabilinu 1. ágúst til 15. september til að sækja mér eitt stykki tarf.

Tryllti Tarfur!

E.s. rétt að taka fram að veiðisvið Umhverfisstofnunar er án efa ein flottasta og skilvirkasta stofnun landsins og þetta segi ég ekki af því að ég fékk úthlutun!  Ástæðan er sú að meira og minna öll samskipti mín við þá eru rafræn.  Ég sendi veiðiskýrslur rafrænt, ég sæki um hreindýr, veiðikort og annað rafrænt.  Þeir voru með vefvarp af útdrættinum, útdrátturinn var sýndur á fjarfundi á 3 stöðum á landinu og svo framvegis.  Þeir voru búnir að senda mér staðfestingu á dýrinu mínu nokkrum klst eftir að ég var dregin út!  Já og bróðir minn fékk líka sína "staðfestingu" nokkrum klst síðar!


mbl.is Dregið um hreindýraveiðileyfi í gærkvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MAYRHOFEN

Mayrhofen er lítill bær sem lyggur innarlega í Zillertal í Tyrol (Austuríki), U.þ.b 60 km suður af Innsbruch höfuðborg Tyrol. Bærinn sem telur rétt rúmlega 4.000 íbúa telst í flesta staði mjög hefðbundinn Austrrískur “alpa-bær”. Ef maður leita að upplýsingum um bæinn á netinu, er mönnum tíðrætt um það að óvíða sé hægt að fanga þessa “Tyrolsku-alpastemmningu” betur en einmitt í Mayrhofen. Hann er líka frabrugðinn öðrum bæjum í Zillertal að því leitinu til að þarna hefur verið blómlegt samfélag í frá miðöldum en bærin hefur ekki bara byggst upp í kringum árstíðabundinn túrisma. Það er þó engum blöðum um það að fletta að ferðaþjónusta er ríkjandi atvinnugrein í Mayrhofen, eins og reyndar í flestum borgum og bæjum í Tyrol, (og í Austurríki ef út í það er farið). Mayrhofen er að mörguleiti mjög gott dæmi um miðevróskt bændasamfélag þar sem landbúnaður er orðin lítil hliðar- eða stuðningsafurð af örtstækkandi ferðamannaiðnaði.

Eins og gefur að skilja eru það fyrst of fremst fjöllinn í kring sem draga ferðamenn til Mayrhofen enda er það einstaklega tilkomu mikið að sjá hvernig fjöllin rísa úr rúmlega 600 m. yfir sjáfarmáli þar sem bærinn stendur í rúmlega 3.200 m.

Það var strax í byrjun 19 aldar að ferðamenn fóru að sjást í Zillertal, þrátt fyrir það að ferðamennska hafi verið nánast óþekkt fyrirbæri (nema í hernaðarlegum tilgangi) á þessum tíma. Einkum voru það breskir ungir aðalsmenn sem fóru sín á milli að tala um dásemdir alpaloftsins og stórfenglega fegurð fjallana. Tyrol fékk þá strax þessa rómantísku ímynd sem svæðið býr enn að í dag. Enda er ekki að ástæðulausu að Tyrol sé jafnan kallað “hjarta Alpana” af fjallaáhugafólki. 

Það var svo á sjötta áratug þessarar aldar að ferðamenn fóru í auknu mæli að sækja í alpana ekki eingöngu vegna fegurðar fjallana heldur til skíðaiðkunar. Mayrhofen varð snemma leiðandi í þessari uppbyggingu og hefur alltaf staðið framarlega hvað varðar gæði og fjölbreytni. Í dag telja skíðabrekkurnar 157 km. Af troðnum skíða brautum, 49 liftur og 28 veitingastaði og knæpur.

Hin síðari ár hefur þó mátt sjá stefnubreytingu í uppbyggingu tourisma í Mayrhofen, enda er snjórinn orðinn brygðul auðlind. Í Mayrhofen hafa menn því reynt að leggja aukna áherslu á að markaðsetja sumarið og þá möguleika sem alparnir bjóða uppá á sumrin til útivistar og afslöppunar. Þá hefur verið löggð aukinn áhersla á að kynna matarhefðir sem eru ríkjandi í Zillertal, enda er dalurinn fyrir laungu rómaður fyrir geitaost, knödel og svo náttúrlega Schnaps. Nýlega var svo farið að leggja mikið fé í að byggja upp fundar og ráðstefnuaðstöðu í bænum og virðast bæjarbúar ætla líkt og Íslendingar að veðja á mikla sprengingu í funda- og ráðstefnuhaldi á næstu árum.   

Myrhofen er þó Íslendigum ekki ókunn, margir Íslendingar sóttu bæinn heim á níunda og tíunda áratugnum. En þá bauð ferðaskrifstofa Flugleiða uppá skíðaferðir til Myrhofen sem nutu óhemju vinsælda. Sjálfur fór ég í eina slíka ferð veturinn 1988, þá 9 ára gamall. Allargötur síðan hefur Mayrhofen verið mér hulið einhversskonar dýrðar ljóma, enda hafði ég aldrey séð neitt eins stórkostlegt. Þarna sannfærðist ég líka um gildi þess að fara í skíðafrí, varð heltekin af stemmningunni og að ég tali nú ekki um af Tyrolskri menningu. Upplifuninn í Mayrhofen skaut svo traustum rótum í sál barnsins að reglulega reikar hugurinn til fjallana og svo tær er minninginn að mér finnst sem ég hafi verið þar í gær.

Það hefur því alltaf verið á stefnuskránni að snúa aftur til Mayrhofen. Reyndar hef ég undanfarna þrjá vetur verið duglegur við að heimsækja Tyrol og í þónokkur skipti hef ég dvalið einn til tvo daga í Zillertal en aldrey hef ég náð að fara innst í dalinn, alla leið. En nú er þó komið að því. Á laugardaginn stíg ég upp í lest hér í München og fer aftur til Mayrhofen.

Ég segi ykkur meira þegar ég sný til baka!

 Siggi


Blað brotið í sögu brekkunnar - bloggvinur

brekkan.net hefur nú eignast sinn fysta bloggvin. Síðustjóri fékk meldingu frá moggablogginu að það hefði verið sóst eftir vinskap við okkur!  Þrátt fyrir að verktakinn hafi ítrekað sagt mönnum sem hafa sóst eftir vinfengi við hann, að hann hafi bara ekki tíma fyrir fleiri vini, þá ákv. ég að samþykkja þennan nýja vin okkar. 

Þetta bloggvinadæmi er allstaðar og sannast sagna þótti mér hálffúlt að brekkan ætti enga vini!

Bjóðum því seth velkominn í bloggvinahópinn.

Tryllti


Til hamingju

Vil nú byrja á að óska foreldrum stúlkunnar til hamingju með hana.  En svo langar mig að benda á að það hefur sennilega tekið hátt í 30 ár að fjölga íbúum um 1000 kvekindi!  Frá því að ég man eftir mér hafa íbúar á Skaganum verið í kringum 5 þús.

Vonandi tekur það ekki önnur 30 ár að ná 7 þús manns hingað.  Hvað er það sem kemur í veg fyrir að fólk flyst aftur á Skagann.  Það er hvergi betra að búa!


mbl.is Skagamenn orðnir 6.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Template fyrir Sigga

Siggi okkar er greinlega alvarlega að íhuga úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum.  Hann taldi það góða hugmynd að birta hér það sem ég sendi í gegnum síðuna www.xdakranes.is á dögunum.  Hef hann grunaðan um að vilja vita hvernig hann eigi að fara að þessu.  Læt þetta því flakka hér og býð Sigga (já og öðrum sem vilja) að nota þetta sem skapalón að sinni eigin úrsögn.  Hvort heldur það er úr Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokkum, gæti reydnar þurft að breyta einhverju ef aðrir flokkar eru valdir!

"Komið þið sæl

Mér þætti vænt um að þið sæjuð ykkur fært um að taka mig af félagalista ykkar.  Skrá mig úr flokknum.

Þar sem fasteignagjöld og leikskólagjöld hafa hækkað óeðlilega frá því að þið tókuð við völdum í bæjarfélaginu okkar þá hef ég einfaldlega ekki efni á að vera í félaginu.  Endilega afskráið einnig kröfuna sem þið hafið sent á mig vegna félagsgjalda, 3000 krónur.

Flokkurinn er nýbúinn að koma í gegn frumvarpi um fjármál stjórnmálaflokka og í því er gert ráð fyrir umtalsverðum upphæðum sem mun renna til flokksins.  Þið verðið að sækja í þann sjóð ef þið eruð fjárþurfi.  Ég er búinn að greiða í hann með sköttum mínum.

Vinsamlegast staðfestið móttöku þessara skilaboða með því að senda póst á netfangið viktor@isl.is.

Ef engin staðfesting berst geri ég ráð fyrir að koma þessu til ykkar með öðrum leiðum.

kveðja Viktor Elvar Viktorsson"

Fékk svo svar á sunnudaginn:

"Sæll,
Staðfesti móttöku og afgreiðlsu líkt og óskað er eftir.

Kv.
f.h. Sjálfstæðisflokkinn Akranesi

......."

Sé ekki ástæðu til að nafngreina neinn frá Sjálfstæðisflokknum án efa vænasti náungi sem ég kann bestur þakkir fyrir svarið, enn hangir þó greiðsluseðillinn inní netbankanum mínum eins og vofa fortíðar!


www.brekkan.net

Samfélag brekkumeðlima www.brekkan.net!

Síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband