Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
24.3.2007 | 10:43
Hvað á að kjósa!?
Fékk símhringingu frá Capacent Gallup í síðustu viku. Fékk fjöldan allan af spurningum sem snérust um hvað ég hefði kosið síðast og hvað ég kæmi til með að kjósa í komandi kosningum. Ég svaraði að sjálfsögðu satt og rétt og bjóst því að sjálfsögðu við að niðurstöðurnar yrðu sannar og réttar. Ég tel þó að það sé ekki. Ég svaraði einfaldlega að ég væri óákveðinn eins og ég er þessa stundina.
Ekkert flókið við það, enda heyrir maður oft og iðulega að ákv. % fjöldi fólks sé óákveðið. Bjóst ég því einnig við að heyra það í 8 fréttum í gærmorgun en nei nei ekki minnst einu orði á það. Í lok fréttarinnar kom þó aðeins, "...svarhlutfallið var 61,6%. 77% aðspurðra tóku afstöðu".
Ég svaraði þannig að ég geri ráð fyrir því að ég sé innan þessara 61,6% og væntanlega er ég þá hluti þessara 23% sem ekki tók afstöðu þar sem ég kvaðst vera óákveðinn. Held ég sé farinn að skilja þetta en það er slatti, 23% sem enn er óákveðinn. Það eru sennilega 14-15 þingmenn. Hvernig væri að stofna flokk Óákveðinna? X-O
Kæmum í það minnsta vel út í skoðanakönnunum ef það væri tekið fram!
Tryllti
Bloggar | Breytt 26.3.2007 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 16:20
Eggin í körfuni
Man eftir því þegar umræðan um byggingu Norðuráls á Grundartanga stóð sem hæðst töluðu stóriðjusinnar gjarnan um það að við mættum ekki setja öll eggin sömu körfuna, og voru þá að vísa til þess að íslenskt hagkerfi þyrfti eitthvað mótvægi við sjávarútveg, því skorti fjölbreyttleika og því væri upplagt að auka vægi stóriðjunnar. Sögðu jafnvel að Íslenska hagkerfið væri eins og í þriðjaheimsríki þar sem heimsmarkaðsverð á kaffi eða bönunum ræður því hvort allt sé á leið til helvítis eða hreinlega farið til helvítis. Að mörguleiti góð rök og eins og margir aðrir hreifst ég með.
Síðan Norðurál var byggt er búið að stækka það tvisvar og verið að byggja risa álver fyrir austan, miklar líkur eru á að Alkan stækki í Straumsvík, Norðurál búið að tryggja sér leifi fyrir byggingu álvers í Helguvík, í Húsavík er undirbúningur kominn á fullt og svo vilja krakkarnir í þorlákshöfn fá eitt lítið og sætt líka, svona í stíl við sveitarfélagið.
Talandi um að dauðrota....
Og þetta hefur allt verið gert og stendur til að gera í skjóli ríkisverndar og sérkjara á raforku til handa stórfyrirtækjum sem eru öll 100% í eigu erlendra aðila.....
Komon..... og svo dettur hægrimönnum það íhug að í þessu sé fólgin einhver frjálshyggja... þriðjaheimsríki eða Sovétríki, getum við bara valið annaðhvort?????
Og þá erum við ekki einusinni byrjuð að tala um allar virkjanirnar, umhverfisspjöllin og öll tækifærin sem glatast við það að halda þessari stefnu til streitu.
Er ekki komin tími á að meta stöðuna uppá nýtt, eða eigum við að halda áfram að troða eggjum í álkörfuna?
Siggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 16:59
Vinstri Grænir eða ....
Sú staðreynd hræðir mig að Vinstri Grænir gætu farið í Ríkistjórn eftir næstu kosningar. Ekki nóg með það heldur eru góðar líkur á því að þeir gætu leitt næstu Ríkistjórn. Mikið rosalega held ég að það gætu verið erfið fjögur ár.
Ég hef nú samt alltaf verið frekar jákvæður í garð Vinstri Grænna einfaldlega vegna þess að maður veit nú yfirleitt hvar maður hefur þá. Maður getur oftast nær gefið sér hvað þeir hafa til málana að leggja.
En aldrei hafði ég ímyndunarafl í þetta. Að einn daginn væri fjórði hver íslendingur tilbúinn til að styðja þá í kosningum! Magnað!
Núna í gær tókst Ögmundi Jónassyni að koma í veg fyrir að frumvarp um að leifa sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum yrði að lögum. Hann sagði einfaldlega að ef frumvarpið kæmist á dagskrá myndu Vinstri Grænir beita málþófi sem óhjákvæmilega myndu seinka þinglokum. Og það vildu þingmenn ekki, þeim liggur svo á að hefja kosningabaráttuna fyrir alvöru. Þetta tókst honum þrátt fyrir það að það væru yfir 10 þingmenn úr öllum öðrum flokkum en Vinstri Grænum sem ættu aðild að þessu frumvarpi. (Virkilega lýðræðislegt)!
Reyndar hef ég oft spurt sjálfan mig af hverju í ósköpunum sjálfstæðisflokkurinn (sem kallar sig Frjálshyggjuflokk) er ekki löngu búinn að koma þessum lögum í gegn um þingið? Þetta er dæmi um eitt af fjölmörgum smávægilegum breytingum sem þó myndu auka lífsgæðin í þessu landi og þó ekki væri nema í eitt augnablik myndi maður kannski trúa því að þetta tal sjálfstæðismanna um frelsi einstaklinga og fyrirtækja væri ekki bara orðin tóm!
Þegar ég hugsa betur um það þá skiptir kannski engu máli þó Vinstri Grænir komist í ríkistjórn......
Siggi
Bloggar | Breytt 20.3.2007 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.3.2007 | 13:25
Áskorun!
Fyrir nokkrum mánuðum tók ég þá ákvörðun um að poppa sjálfan mig aðeins upp. Bæta ráð mitt ef svo má segja. Ákvað t.d. að hætta allri neyslu nikotíns, sama í hvaða formi það er, fara að hreifa mig reglulega og reyna að bæta mataræðið. Þá var hugmyndin sú takmarka neyslu áfengis við ákveðin félagsleg tækifæri en það skal ekki vera forsend þess að maður geti haft samskipti við fólk. Hætta svo að tala illa um náungan og leitast við að vera bjartsýnn og jákvæður í hvívetna.
Þetta átak fór af stað fyrir tæpum þrem mánuðum og hefur gengið þokkalega. Að vísu hefur á köflum verið erfitt að halda utan um þetta allt og maður á það til að gleyma sér. Þá hafa búferlaflutningar og ákveðið rótleysi síðan ég flutti aftur heim sett strik í reikninginn. Kannski hefur manni skort ákveðið aðhald, enda hef ég ekki verið að básúna þessum nýja lífsstíl sérstaklega.
En núna er tímabært að láta verkinn tala!
Það sem ef til vill er hvað mest áríðandi er að koma sér í form. Við Viktor ræddum það í hálfkæringi fyrir skemmstu hvort ekki væri sniðugt að reyna að skokka hálft maraþon síðsumars og þannig hefði maður eitthvað að stefna að. Ég hef núna tekið ákvörðun um að svo skal verða.
Markmiðið er eftirfarandi:
Þann 18.08.2007 ætla ég Sigurður Valur Sigurðsson að taka þátt í Reykjavíkur maraþoni og hlaupa þar hálft maraþon (21 km). Ég stefni að því að klára hlaupið á innan við 1 klukkustund og 45 mínútum, allt undir tveim klukkustundum verður þó talin ásættanlegur árangur en allt umfram verður túlkað sem mikill ósigur. Til að ná þessum markmiðum ætla ég að fara út að skokka 3-5 sinnum í viku hverri fram að hlaupinu og verða engar undantekningar á þeirri reglu nema hugsanlegar líkamlegar hömlur svo sem fótbrot eða dauði!
Að hlaupinu loknu mun svo verða haldið mikið partí að frumkvæði undirritaðs þar sem nautnir holdsins verða í fyrirrúmi og allt það sem ég stefni að því að breyta og bæta verður gert afturvirkt. Það verður étið þangað til kolesterolið vellur út um eyru gestana, vökvatapið verður bætt upp með ótæpilegri neyslu áfengis og allt og allir sem ekki mæta í partíið (eða verður ekki boðið) verða dissaðir.
Nú spyr ég brekkumenn og aðra lesendur hvort einhver sé tilbúinn að taka þennan slag með mér? þorir einhver? Þetta er áskorun!!
Siggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2007 | 16:58
Þetta verður allt í lagi....
Ég er kominn heim. Fluttur heim. Ég er ekki í heimsókn, ég er kominn til að vera. Síðastliðin ár hafa reynt mikið á Brekkuna. Verið hópnum afskaplega erfið og oftar en einusinni og oftar en tvisvar hafa ákveðin sundrung og sárindi gert vart við sig. Þó svo að þessi sárindi hafi ekki alltaf beinst gegn mér þá tek ég engu að síður full ábyrgð á því sem hefur gengi á. Í raun hefur þetta verið afskaplega lýsandi hegðun fyrir fólk sem verður fyrir áfalli; fyrst afneitun, svo reiði og loks sorg og söknuður. Á öllum þessum stigum er viðbúið að menn snúist gegn þeim er standa nærst. Þannig hefur það stundum verið á brekkunni.
Strákarnir á Brekkunni náður aldrei að aðlagast að fullu þessu brotthvarfi mínu. Alltaf þegar ég kom heim í heimsókn horfðu þeir á mig eins og lítill drengur á föður sinn sem svo oft hefur valdið honum vonbrigðum og spyrja, ertu kominn fyrir fullt og allt?. Jafnan hef ég þurft að þrengja örlítið meir að löngu brostnu hjarta þeirra og svar nei, ég er bara í stuttri heimsókn. Það er því ómetanlegt að geta glatt þá með því að hvísla ljúft í eyra þerra, þetta verður allt í lagi, Siggi er kominn heim.
Þeir eru þó varir um sig eins og flestar særðar sálir. Vilja ekki gefa of mikið færi á sér. Það verður því ærið verk að vinna traust þerra að fullu en þó áskorun sem ég tek glaður með von og kærleika að vopni.
Siggi
Bloggar | Breytt 7.3.2007 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar