Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
26.4.2007 | 23:04
Boltinn rúllar - Íslandhreyfingin í NV kjördæmi
Um síðustu helgi hófst formlega kosningabaráttan Íslandshreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Næstu tvær og hálfa viku munu frambjóðendur fara til fundar við kjósendur í kjördæminu. Við vonumst til að fá tækifæri til að hitta sem flest kjósendur á þessari snörpu yfirferð og kynna fyrir þeim stórhuga málefnaskrá hreyfingarinnar. Íslandshreyfinginn er ekki óánæjuframboð. Það byggir ekki tilvist sýna á einhverri uppmagnaðri gremju sem brýst út í einhverri byltingar þrá. Framboðinu er ekki beint gegn einhverjum ákveðnum einstaklingum og ólíkt því sem margir virðast halda er því ekki beint gegn einhverju einu málefni.
Grunnur framboðsins er jákvæður og hugmyndin er innblásin af bjartsýni og trú á land og líð. Í öllum aðgerðum að hálfu stjórnvalda; hvort sem er í atvinnumálum, menntamálum, heilbrigðismálum, náttúru- og umhverfisvernd eða raun hverju sem er, viljum við keppa í fremstu röð og ekki undir neinum kringumstæðum þurfum við að selja okkur ódýrt eða slaka á þeirri kröfu. Íslandshreyfinginn vill nálgast hvert viðfangsefni sem tækifæri sem hægt er að nýta í stað þess að tala um endalaus vandamál sem þarf að leysa.
Íslandshreyfingin lætur öðrum það eftir að hóta kjósendum með glundroðakenningum og heimsendaspám, tökum ekki þátt í argaþrasi um dauð og ómerk atkvæði, örugg þingsæti eða réttmæti ákveðna framboða.
Við hvetjum frekar fólk til þessa að kynna sér stefnumál Íslandshreyfingarinnar, leggja lóðin á vogaskálarnar og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni. Nú er tækifæri til að hleypa nýju fólki að stjórn landsins með nýjar hugmyndir og nýjar áherslur. Íslandshreyfinginn á erindi á Alþingi Íslendinga.
Sigurður Valur Sigurðsson
Höf. Skipar annað sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í NV kjördæmi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar