Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
24.5.2007 | 12:56
Við þetta má bæta....
"Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata."
Sjá nánar: http://www.visir.is/article/20070524/FRETTIR01/70524049
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 12:35
Ríkisreknar hvalveiðar
Ekki kemur þetta mér á óvart, sýnir vel hvað það vara mikill "plebbismi" að byrja á þessu aftur. Þetta mál snérist ekki um neitt nema vinsældarpólitík. Vona að menn fari nú að sjá að sér.
Siggi
750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 13:37
Til hamingju NV-Kjördæmi
Þess skal í upphafi getið að undirrituðum munar ekki um að greiða 240 krónur í Hvalfjarðargöng og hefur aldrei kvartað yfir gangnagjaldinu. Í raun hef ég ávalt litið á göngin sem mikla blessun og án þeirra byggji ég og mín fjölskylda væntanlega enn í svifrykinu í Reykjavík.
Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin mynda nýja ríkisstjórn þá má fastlega gera ráð fyrir því að vinirnir Guðbjartur og Sturla leggji fram frumvarp þess efnis að gjaldfrjálst verði í Hvalfjarðargöng. Hvernig nákvæmlega þeir framkvæma það veit ég ekki en Samfylkingin hér í NV-kjördæmi hafði það á stefnuskránni og eru væntanlega með lausnir á því.
Ef svo ólíklega vill til að Sturla fái ráðherrastól þá ætla ég líka rétt að vona að Guðbjartur fái menntamálaráðuneytið. Það gætu orðið skemmtilegir fundir þegar ríkisstjórnin hittist. Ætli það neisti jafn hressilega á milli þeirra félaga og það gerði í kosningabaráttunni?
Líklega ekki, menn skilja slíkt náttúrlega eftir um leið og þeir komast að kjötkötlunum, tja í það minnsta Sturla hann koksaði all íllilega á fyrirspurn minni (á opnum stjórnmálafundi á Akranesi) um það að fylgja sinni eigin sannfæringu í stað þess að fylgja flokkslínum í einu og öllu. Guðbjartur hinsvegar var harður á því að hann myndi fylgja eigin sannfæringu frekar en að fara að skipunum flokksins.
Tryllti
Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 09:50
Dauð og ómerk
Í lýðræðisríki er öllum heimilt að bjóða fram krafta sína til starfa á Alþingi og/eða sveitastjórnum, hafi menn á annað borð kosningarétt og óflekkað mannorð. Einnig er öllum heimilt að kjósa í Alþingis og sveitastjórnarkosningum hafi viðkomandi til þess aldur og uppfylli skilyrði um búsetu og ríkisborgararétt. Allir hafa því sama vægi innan sama kjördæmis og er því atkvæðið mitt hér í NV kjördæmi alveg jafn gott og atkvæði Guðbjartar, Jóns, Magnúsar eða Sturlu.
Vissulega má segja að atkvæði greitt Samfylkingunni sé dautt og ómerkt í augum sjálfstæðismanna og svo öfugt. Atkvæðið lifir samt sem áður næstu 4 árin og hefur nákvæmlega sama vægi og önnur. Það má þó halda því fram að komi sá flokkur sem ég greiddi atkvæðið mitt ekki að þingmanni þá sé atkvæðið mitt einskis virði. Með nákvæmlega sömu rökum má segja að öll þau atkvæði sem greidd eru ákv. flokki umfram það sem þarf til að ná einum þingmanni séu einskis virði, ef við gefum okkur að flokkurinn komi einungis einum þingmanni að.
Það að greiða atkvæði er því á ákveðinn hátt eins og að taka þátt í happdrætti. E.t.v. greiðir maður atkvæði alveg eins og "allir" hinir og lendir því í "sigurliðinu". Getur skemmt sér og trallað með "sínu liði" á kosninganóttina. Svo er allt eins líklegt að maður tapi og það lið sem maður greiddi atkvæði sitt kemst ekki í deild þeirra bestu. Það skiptir þó ekki máli ef maður greiðir atkvæðið eftir sinni bestu vitund, kynnir sér fyrir hvað flokkarnir og fólkið í þeim standa og hvernig þeir sjá landið okkar fyrir sér.
Umfram allt ber hverjum kjósanda að gera skyldu sína og kjósa þann 12. maí nk. Hvet ég alla til að skoða hug sinn og hjarta áður en X-ið er sett við einhvern bókstafinn og láta ekki skoðanakannanir eða upphrópanir fótgönguliðanna hafa áhrif á sig.
Höfundur er tölvunarfræðingur og kjósandi í NV-kjördæmi.
Greinin birtist áður í Morgunblaðinu þann 6.5.2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 10:06
Opnir fundir - úrelt form
Sótti opinn kosningarfund í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi í gær. Það er alveg ljóst að fundir sem þessi eru úrelt form frambjóðenda til að koma skilaboðum sínum á framfæri við kjósendur. Sérstaklega þá sem enn eru óákveðnir. Sennilega voru fæstir óákveðnir þarna í gærkveldi, ég myndi halda að 90-95 % væru þegar búnir að gera upp hug sinn og 70-90 % gamlir flokkshundar sem kjósa ekki eftir sannfæringu heldur eftir því með hvaða "liðið" hann heldur og maður skiptir ekki um lið í stjórnmálum eins og ALLIR vita.
Það sem mér fanst áberandi þarna í gær var hversu núverandi þingmenn virðast vera leiðinlegir. Það er ekki nokkur leið að spyrja einfaldrar fyrirspurnar nema fá gamla frasa og endalausar langlokur um eitthvað allt annað en spurt var um!
Ef ég summera fundinn upp eftir því hverjir stóðu sig vel og hverjir ílla, að mínu huglæga mati:
Frummælendur
Frummælendur sem stóðu sig vel. Enginn!
Frummælendur sem stóðu sig ílla.
Herdís Þórðardóttir Sjálfstæðiflokki- flutti án efa ágæta ræðu hræðilega.
Aðrir voru ekki á nokkurn hátt eftirminnilegir og ef Herdís hefur ætlað að láta muna eftir sér þá tókst henni það, ég mun ekki kjósa hana út á það!
Pallborðið
Góðir
Guðbjartur Hannesson Samfylkingunni. Rökfastur, tegði lopan ekki um of (enda ekki kominn á þing) og skaut föstum skotum en þó málefnalegum á stjórnarliða.
Pálína Vagnsdóttir Íslandshreyfingunni. Stuttorð, kjarnyrt og stóð sig vel innan um karlpungana.
Guðjón Arnar Frjálslyndum. Ástríðupólitíkus sem talar af innlifum og þekkingu um þau mál sem hann talar um. Þyrfti fleiri svona á þing.
Slæmir
Jón Bjarnason Vinstri grænum. Froðusnakkur sem er ekki nokkur leið að fá vitræn svör uppúr. Talar endalaust um allt og ekkert.
Aðrir voru eins og við var að búast LEIÐINLEGIR, þ.e. hjónin Sturla og Magnús.
Lokaorð
Einar K. Guðfinnsson. Flutti flotta ræðu (reyndar uppfulla af frösum) sem átti ágætlega við um það sem fram fór þarna í gær. Það sem var e.t.v. mest heillandi að hann flutti hana blaðlaust og gerði það vel. Þyrfti að taka Herdísi í kennslu
Sigurður Valur Sigurðsson Íslandshreyfingunni. Flutti fanta góða ræðu um Íslandshreyfinguna og fyrir hvað hún stendur. Svaraði fyrir ádeilu Einars sem var á undan honum í ræðustól. Ekkert hik eða fát á stráknum mundi kjósa hann alla daga vikunnar, tvisvar á sunnudögum!
Niðurstaðan er að opnir fundir sem þessi eru úreltir þar sem eina fólkið sem nennir að mæta á þá eru þeir sem hafa þegar ákveðið sig og því fá þeir ekkert út úr þeim.
Vandamálið er einnig að ekki er nokkur leið til að fá óákveðna kjósendur til að mæta á svona samkomur þar sem umræðurnar eru afa langdregnar og hreint út sagt leiðinlegar, sérstaklega pallborðsumræðurnar. Miklu nær væri að sleppa pallborðinu hafa frammælendur og lokaorð og gefa fólki síðan færi á að tala við frambjóðendurnar maður á mann!
Eftir því sem ég kemst næst þá eru þessir fundir af frumkvæði Samfylkingarinnar og ef þeir eru vitnisburður um þann áægta flokk þá mun ég ekki kjósa hann!
Tryllti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar