Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
25.6.2007 | 10:05
Fimmvörðuháls 2007
Þá er komið að göngtúr sumarsins hjá Brekkunni.
Brekkumeðlimir hafa lagt það í vana sinn að taka góðan göngutúr 1-2 svar á ári. Reyndar hefur orðið misbrestur á þessum göngutúrum það skal játast en er það eingögnu tilkomið vegna þess að Sigurður Valur hefur verið erlendis og ekki haft tækifæri til að ýta okkur hinum af stað.
Farið hefur verið á Heklu, jæja eða allavegna keyrt að rótum þess ágæta fjalls og gengið aðeins um þar. Svo hafa verið háleit markmið og menn farið víða í huganum, við Jón Þór höfum e.t.v. verið dugleagastir og m.a. gengið að Veggjunum og svo víða um Grafardal auk Akrafjallsins.
Nú skal haldið á Fimmvörðuháls og hann genginn á föstudaginn 29. júní. Þátttöku skal skrá hér í athugasemdakerfið. Nánari dagskrá fæst þá send í tölvupósti.
Núverandi þátttökulisti samanstendur af undirrituðum og Sigurði Val. Aukinheldur mun Hallur Þór lóðsa okkur yfir hálsinn og segja sögur af mannsköðum og huldufólki sem hann hefur hitt á þessari leið.
Tryllti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar