Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Seven Minutes in Heaven

7 mín og 17 sek. Þessi tímasetning hefur verið mér afskaplega hugleikin undanfarna daga. Hef komist að því að á 7 mínutum getur maður komi ótrúlega miklu í verk. Það tekur mig til dæmis að jafnaði um sjö mínutur að fara í sturtu á morgnana ef ég er að flýta mér. Eins er ég c.a. 7 mínútur að keyra heim úr vinnunni ef ég fer eftir að mesta síðdeygis-traffíkin er liðin. Þá las ég það um dagin að samkvæmt nýlegri breskri rannsókn, stunda bretar kynlíf að jafnaði í 7 mínútur í senn (er þá allur forleikur, allt klapp og klór væntanlega undanskilið). Hver man svo ekki eftir hinu geysivinsæla unglingaspili “Seven Minutes in Heaven” sem hefur fylgt hverri kynslóðini á fætur annarri. Að vísu spilaði ég það aldrey sjálfur en sögurnar voru alltaf virkilega djúsí.

En ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér núna er sú að á laugardaginn liðu einmit 7 mínútur og 17 sekontur frá því að ég kom í mark í 10 km hlaupi Glitnis og þangað til Viktor Elvar kom í mark, en hann hafði einmitt hlaupið sömu vegalengd. Það má ef til vill segja að þá hafi ég loksins upplifað mínar “Seven minutes in heaven”.

Siggi Valur

 

 


Hvaða vegalengd hleypur Addi í ár!?

Það er spurningin sem landsmenn hljóta að vera að spyrja sig að.  Fjöldin allur af auglýsingum birtust í fyrra með nafni Arnfinns Teits þar sem hann styrkti Þjót með því að hlaupa 21 km í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis.

Hvaða góðgerðarfélaga nýtur hins sérstaka hlaupastíls Arnfinns í ár og hversu langt leypur hann!?

Sjálfur ákvað ég í samráði við Sigurð Val að við tækjum 10 Km í ár og sæjum svo til á því næsta.  Minn ágæti vinnustaður VR hefur ákveðið að greiða 3000 kr á kílómetra fyrir starfsmenn sína til þess góðgerðarfélags sem starfsmaðurinn ákveður.  Í ár fær MS félagið að njóta 10 kílómetranna minna. 

 Hvet alla sem geta til að heita á mig og styðja þannig MS félagið.  Það má gera hér:

https://www.marathon.is/pages/aheit/?prm_participant_id=17265&prm_action=2

Lifið heil

Tryllti


mbl.is 8.300 skráðir í Reykjavíkurmaraþon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

www.brekkan.net

Samfélag brekkumeðlima www.brekkan.net!

Síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband