Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
16.1.2008 | 15:42
Þannig lagað....
Kári mun að sjálfsögðu nýta glænýja Nike skó sína á æfingum og í leikjum T&V. Þar sem hann hefur verið tekin inn í félagið eftir reynslusamning sem hann var á í haust.
Kári hefur leikið ágætlega með T&V á æfingum en á enn eftir að öðlast næga reynslu í leikjum liðsins til þess hægt sé að telja hann fullmótaðan leikmann T&V.
Brekkan.net óskar Kára góðs gengis með nýju liði.
Tryllti
Kári Steinn leggur skóna á hilluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 22:19
Áramótakveðja
Það er alveg magnað hvað maður bindur alltaf miklar vonir við nýja árið. Um hver einustu áramót trúir maður því í nokkra daga að nýja árið verði svo miklu betra en þau sem á undan hafa liðið. Alltaf skal maður falla í þá gryfju að setja sig í stellingar; alltaf ætlar maður að taka sig á, bæta ráð sitt, ná áður fjarlægum markmiðum. En svo í lok hvers árs lítur maður til baka og sér að árið sem þá er að líða er lítið frábrugðið öðrum og allir þessir persónulegu sigrar eru jafn fjarlægir og um síðustu áramót.
Eftir á að hyggja eru því áramótin hjá okkur flestum lítið annað en dulbúinn áminning brostinna vona og glataðra tækifæra.
Gleðilegt ár
Siggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar