Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Allt í gangi

Nýtt brekku ár er komið á fullt skrið eftir ágætt ár 2006 þar sem við Viktor fórum alveg hreynt á kostum, aðrir brekkumenn átti ekki eins gott ár hér á síðunni, þó átti Arnfinnur nokkuð hressandi innkomu í hvala umræðuna hér á haustmánuðum en þurfti að lúta í grasið fyrir mér (sem var viðbúið, enda hafði maðurinn rangt fyrir sér).

Ég er búinn að vera peppa mig upp í að skrifa einhverskonar brekku annál fyrir árið 2006 og um leið að starta árinu 2007 með stæl en ég verð að setja þau plön á ís í bili. Það er svo hrikalega mikið að gera hjá mér við að undirbúa heimkomu um mánaðarmótin febrúar/mars. En ég hef trú á því að þetta verður hressandi tilbreyting að vera með brekkuna á þessu moggabloggi í nokkrar vikur og að því tilefni ætla ég að taka upp ýmsa dagskrárliði sem hafa viðgengist á  bloggsíðum undanfarin ár t.d. verð “lag dagsins” valið reglulega, þá mun ég veita fólki “Rós í hnappagatið” eða senda þeim “illt auga” eins og mér finnst við hæfi hverju sinni og gefa út topp 10 lista yfir hitt og þetta. Svo það eru spennandi tímar frammundan.

Annars má ég ekkert vera að þessu ég er jú í vinnunni, auk þess sem ég er á fullu við að skipuleggja skíðaferð helgarinnar! Já góður lesendur! Skíða tímabilið er að komast á fullt þrátt fyrir snjóleysið, en um helgina er ferðini heitið til Kaltenbach sem liggur frekar utarlega í Zillertal, (Tirol, Austurríki). En ég er búinn að fá vilyrði heimamanna fyrir því að allar lyftur verði opnar um helgina og það sem er enn og mikilvægara að allar skíða knæpurnar verða líka opnar. Verð með nánari lýsingar á þessu öllu eftir helgi. Hvet alla til að fylgjast vel með.  

Rós í hnappagatið: Fyrstu rósina í hnappagatið fá Stefnir og Valdís fyrir að fjölga íslendigum. En á mánudaginn fæddi Valdís stúlku sem mældist 15 merkur og 52 cm. Vel gert það. Finnst að fólk mætti taka þau til fyrirmyndar því miðað við “trendið” í barneignum eins og það er núna á Íslandi erum við að falla í sömu grifju og kæglarnir hérna í evrópu, okkur fer að fækka, og því ríður á að fólk taki sig saman í andlitinu og reyni að eignast fleyrri börn. Koma svo!!! 

Lag dagsins:  Jolene – Dolly Parton

Siggi


www.brekkan.net niðri

Enn á ný eru ókeypis hýsingaraðilarnir okkar að gera okkur lífið leytt.  Þeir sem hafa farið á brekkan.net undanfarna daga hafa fengið einhverja leiðindar auglýsingu í andlitið frá hýsingaraðilunum okkar.  Þar sem við látum ekki bjóða okkur neitt bull gáfum við skít í þá og erum nú að leyta að betri hýsingu!

Á meðan verður www.brekkan.net hérna á moggablogginu, en vonandi verður það stutt lending þar sem heyrst hefur að einn verktakinn í hópnum (skrítið að hinn hafi ekkert gert fyrir okkur) sé um það bil að landa feitum hýsingarsamningi við Símann.  Sjáum hvað setur. 

 Þangað til vonumst við til að þið njótið þess að vera á moggablogginu. 

Sjálfskipaður vefstjóri Brekkan.net - Tryllti


« Fyrri síða

www.brekkan.net

Samfélag brekkumeðlima www.brekkan.net!

Síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband