Færsluflokkur: Bloggar
28.1.2007 | 23:03
Pabbinn
Fór ásamt fríðu föruneyti í leikhús í gær. Konan tók að sér að finna verk fyrir vinahópinn og tíma til að fara á verkið. Ég verð að játa það að mér leist ekki í blikuna þegar ég komst að því á hvað og hvenær við værum að fara í leikhús. Leikverkið Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson varð fyrir valinu og 2. sýning! Konan er augljóslega ekki mjög reynd í leikhúsbransanum þar sem "mítan" um að 2. sýning sé alltaf frekar slöpp ætti nú að vera öllum að góðu kunn. Hellisbúa Bjarni hefur svo í mínum huga verið frekar einhæfur og fastur í hellisbúanum þannig að ég bjóst alls ekki við miklu. Byrjaði því á stórum bjór þegar í Iðnó var komið svona til að gera gott úr þessu!
Það er skemmst frá því að segja að Pabbinn er bara hin ágætasta skemmtun og 2. sýninga "mítan" átti ekki við í gær. Bjarni stóð sig vel en eins og áður er minnst á þá er Bjarni allaf fastur í hellisbúanum og þar hefur engin breyting orðið á. Sömu taktarnir, sömu hreyfingar, sömu áherslurnar og ef mér skjátlast ekki þá er sami leiksstjórinn og í Hellisbúanum, Siggi Sigurjóns. "Plottið" í pabbanum er svo nánast framhald af hellisbúanum eða gæti hugsanlega verið einn kafli í hellisbúanum. Bjarni segir söguna á svipaðan hátt og hellisbúann út frá sér og sínum reynsluheimi. Nú er hann sem sé búinn að ná sér í konu og orðinn pabbi. Held að flestir geti áttað sig á framhaldinu.
Þrátt fyrir það þá hafði ég gaman að þessu stykki, s.s. ekkert meistaraverk en fín afþreying. Hefði sennilega átt að taka með mér aukabjór samt í hléi líklega hefði það kitlað hláturtaugarnar örlítið meira. Það sem maður hefur gaman að er náttúrlega eins og í Hellisbúanum það að maður getur samsamað sig við það sem verið er að segja frá og maður þekkir það af eigin raun það sem verið er að fjalla um. Sem sé nákvæmlega sama formúla og Hellisbúinn nema það er búið að heimfæra hana uppá föðurhlutverkið. Konurnar (stelpurnar) í hópnum höfðu reyndar gaman af þessu og jafnvel þær "einstæðu" líka, sjálfsagt hafa þær séð okkur feðurnar í hópunu fyrir sér í sömu hlutverkum og Bjarni var að lýsa.
2 1/2 stjörnur af 5 mögulegum
Tryllti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 23:04
Svínadalurinn heillar
Það er ljóst að góðkunningjar lögreglunnar leita víða hófanna. Nú eru sumarhúsaeigendur í Svínadal ekki óhultir lengur. Jafn gott að þeir hafi látið fjölskyldusetrið í friði. Líklega hafa þeir ekki komist að því, þarf a.m.k. 33" breyttan bíl til að komast að húsinu eins og staðan er núna.
En þetta leiðir hugan að því sem bróðir minn velti upp á dögunum um það hvort það væri jafnvel ekki farið að borga sig fyrir sumarhúsaeigendur í tiltörulega stórum hverfum að vera með vaktmann á launum allan ársins hring. Eldri maður/kona sem tæki rúnt um svæði sumarhúsa á skilgreindum tímum og gengi úr skugga um að allt væri með felldu. Í stórum hverfum með 20 eða fleiri húsum þarf slíkur maður ekki að kosta svo mikið, m.v. þær upphæðir sem oft eru í húsum og innbúum sumarhúsa í dag.
5000 kall á mánuði er ekki mikið fyrir öryggisgæslu á svona svæði, ef við gefum okkar að um 20-40 hús sé að ræða á svæðinu þá er það 100-200 þús kall á mánuði.
Tryllti
Fjórir handteknir fyrir að hafa brotist inn í bústað í Svínadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 14:39
Hrikalegt
Það hefði náttúrlega verið algerlega æðislegt ef Baros hefði mætt á Brúnna. Sir Alex og drengirnir hans væru sennilega enn úti að skemmta sér ef svo hefði farið. Þau kaup hefðu orðið til þess að toppa öll fyrri kaup Chel$ky á undanförnu ári.
Baros er sennilega mesta flopp sem ensk lið hafa látið sér detta til hugar að kaupa. Ég skal hundur heita ef hann skorar meira en 5 mörk fyrir Lyon það sem eftir lifir tímabilsins. Held að Marteinn O'Neill greiði sér í tilefni dagsins
Tryllti
Milan Baros: Var búinn að samþykkja að fara til Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 19:02
Gamla síðan komin í lag en...
mér hefur heyrst á brekkumeðlimum að moggabloggið skuli notað áfram. Gefa skuli því séns að svo stöddu. Ég styð þá tilraun og hef þess vegna skellt gömlu síðunni "inní" moggabloggið. Jamm maður er nú ekki nörd fyrir ekki neitt. Hér á blogginu er kominn hlekkur undir flokknum "síður" sem á stendur gamla brekkan. Sé smellt á hann opnast gamla brekkan okkar og færslur frá upphafi aðgengilegar.
Menn geta áfram skrifað pistla þar og tjáð sig þannig á gamla mátann en fyrst og fremst er þetta að svo stöddu hugsað sem söguleg heimild.
Við Grelli ræddum það svo að koma texta moggabloggsins í grunn brekkunnar með smá forritun svo að það glatist ekki og verði áfram aðgengilegt þó að mogginn fari á hausinn!
Tryllti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2007 | 07:59
Er Siggi okkar á lífi?
M.v. það sem hér kemur fram er óhætt að hafa áhyggjur af Sigga okkar sem staddur er á Mjaðarvöllum eins og hann kýs að kalla Bayern hérað í Þýskalandi. Sigurður hafði uppi stór orð hér í gær þar sem honum þótti þetta nú ekki mikið veður m.v. það sem hann þekkti af Snæraskaga.
Hann fór m.a. út að skokka og hló að áhyggjum samstarfkvenna sinna. Nú hlýtur maður óttast um stráksa! Siggi ertu þarna?
Tryllti
Mikið óveður geisar í N-Evrópu; a.m.k. 27 hafa látist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 18:47
Fá þingmenn greidda yfirvinnu?
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þingmennskunni og hvernig hún hefur verið að birtast mér undanfarna daga. Sá í 10 fréttum í fyrrakvöld að Valdimar Leó utanflokka þingamaður, fyrrverandi þingamaður Samfylkingar var í ræðustól og var búinn að vera nokkra klukkutíma! Hann þvaðraði út og suður um málið og hafði ekkert vitsmunalegt fram að færa. Svokallað málþóf sem stjórnarandstaðan er þekkt fyrir að beita þegar mál eru þeim á móti skapi.
Nú er Valdimar Leó e.t.v. ekki þessi týpíski þingmaður en hann er ekki einn um að hafa þvaðrað út og suður um málið til þess eins og vekja á sér athygli og reyna að kæfa málið. Fleiri hafa staðið fyrir því að nú er búið að ræða málið í rúmlega 100 klst. Þar af eru töluverður fjöldi klukkutíma utan hins hefðbundna þingtíma, þ.e. á kvöldin og jafnvel langt fram eftir nóttu. Í ljósi þess hef ég velt fyrir mér hvernig þingfararlaunin eru samsett. Er innifalinn yfirvinna í þeim?
Ef ekki hvernig er yfirvinnan greidd? Þarf maður að sitja undir fjasinu og masinu í Valdimari og félögum til að fá greitt eða er nóg að þingfundur standi fram á nótt til að maður fái greitt, jafnvel þó svo að maður sitji inná skrifstofu hjá sér eða sé sofandi á sínu græna heima hjá sér?
Gefum okkur að yfirvinna sé greidd, sem ég er reyndar ekki viss um, en ef svo er þá er allt eins líklegt að Valdimar Leó sé aðeins að hækka launin sín!! Kall greyjið á örfáa daga eftir af þingmennsku sinni og sér fram á að fara í ílla launaða vinnu í byrjun maí. Daddarrrra, hann heldur uppi málþófi á þingi og sér til þess að þingfundir verði haldnar langt fram eftir kvöldum og jafnvel fram á nótt allt þetta þing og hann getur tekið gott sumarfrí í boði yfirvinnutíma sinna á Alþingi!
Skv. vef Alþingis er þingfararkaupið 517.639 og skv. launaseðli hins hefðbundna VR félaga þá er yfirvinna af þeirri upphæð 5375.68 krónur á tímann. Valdimar sá til þess að þingfundur stóð til 1:30 síðustu nótt og við gefum okkur að dagvinnutíma þingmanna ljúki kl 17:00. Þetta þýðir 8 tíma í yfirvinnu ef gert er ráð fyrir 1/2 tíma í mat!
Daddara........43005 krónur fyrir kvöldið í gær!! Vel gert Valdimar! Svo er bara að halda áfram bullinu segjum 2-3 í viku út þingið sem varla verður mikið meira en 8-10 vikur í vetur vegna kosninga og páskafrís og þá er þetta 688.000 kr. til 1.290.000 kr bónus fyrir ómakið!
Skrítið að Valdimari hafi ekki gengið betur í prófkjörinu!
Tryllti
E.s. rétt að taka það fram að skoðanir og ástæður "málþófs" Valdimars eiga vissulega rétt á sér það má ekki misskilja. Hann ber hag starfsfólks RÚV m.a. fyrir brjósti. Málið er hinsvegar hvernig hann setur það fram. Sem gamall ræðumaður þá veit ég að slíkar orðalengingar sem hann hefur viðhaft skila litlu m.a. tímann sem í þær fara.
Þorgerður Katrín segist taka undir ummæli um grímulaust málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.1.2007 kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2007 | 13:56
Stormviðvörun!!!
Hér á Mjaðarvöllum er allt á öðrum endanum fólk í óða önn við að negla fyrir glugga og bynda niður lausa hluti. Á öllum útvarpsstöðum er maður reglulega minntur á hamfarirnar sem í vændum eru, milli þess sem maður er í öllum guðsbænum beðin um að vera ekki að þvælast neitt utan dyra.
Ég sagði við stelpurnar í vinnunni að heima á Akranesi væri þetta kallað kaldi hugsanlega stynningskaldi ef fólk væri að reyna að ver neikvætt út í veðrið og til að undirstryka hvað ég er töff fór ég út að skokka á hádeyginu.
Siggi Valur
Mikið óveður geisar í Þýskalandi; fólki ráðlagt að halda sig innandyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 08:40
Lag dagsins
Lag dagsins: Höfum það frekar Lag vikunar!!
Addi og einstæðu mæðurnar - Kátir piltar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 00:07
Með Brekkuna að hugsjón - hugrenning geðsjúklings
Hér einu sinni á árum áður, fyrir daga bloggs og annara opinberra dagbókafærslna lögðu nokkrir vel þenkjandi menn af stað með heimasíðu eins og þessir miðlar voru kallaðir þá.
Skrefi á undan samtíðinni sem fyrr hófum við að setja niður á blað gang þanka okkar og opinbera kenndir og langanir fyrir þeim er vita vildu.
Eitt það sem um var skrafað var hvort Brekkan ætti sér annað líf en rafrænt og þótti mönnum svo sýnt, jafnvel voru uppi háar hugmyndir um stjórnmálaflokk byggðan á hugmyndafræði Brekkunar.
Mér þykir á þessum tímamótum er við höfum látið undan straumnum og berumst stjórnlaust niður bloggfljótið í átt að flúðum eða fossi að deila þessari hugmyndafræði með okkar ágætu lesendum.
Ég vil þó taka fram að ákveðnir meðlimir safnaðarins hafa elst verr en aðrir og allt eins líklegt að þessi hugmyndafræði eigi ekki við alla þá er Brekkuna mynda.
Stefnuskráin stendur af hinum fjórum V (VVVV)
Víðsýni
Heimurinn er undir þegar Brekkumeðlimurinn hugsar um heimili sitt, hann getur hvar sem er drepið niður fæti og kallað staðinn heimili sitt. Hvaða álfa sem er, nágrannar að hvaða kynþætti sem er, Brekkumeðlimurinn er svo víðsýnn að hann unir sér hvar sem er.
.....Kannski mætti útiloka aðra staði en Evrópu, og ok norðurlöndin verða víst að duga þó Þýskaland nazismans heilli. Af norðurlöndum veljum við líklega Ísland (eyja), vesturland (ekki Borgarnes) - ok Akranes.
Í hnotskurn, fyrir utan gælur við nazisma, ótta við útlendinga og hreint hatur við Borgarnes gæti (þó hann það ekki vilji) Brekkumeðlimurinn búið annars staðar en á Akranesi.
Virðing
Allir er jafnir í augum Brekkumeðlims, það er kannski einna helst að limurinn líti á þá skör neðar sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir, eru af öðrum kynþætti, með aðra kynhneigð, af öðru þjóðerni eða eru að einhverju leyti ekki sambærilegir við hina rómuðu limi Brekkunar.
Velsæmi
Sleikur á almannafæri
Von
Bjartsýni er Brekkulimum ofarlega í huga. Við lítum björtum augum á framtíðina - horfum í gegnum gróðurhúsaáhrifin, hungursneið og hættur fyrir botni hafs miðjarðar. Víð lítum fram hjá hnignum heimsins, ósómanum og hinni óumflýjanlegu vosbúð sem að okkur steðjar. Okkur er sama þó heimurinn verði aldrei samur og að Ragnarök séu nú þegar hafin.
Að lokum langar mig að klappa fyrir manninum sem hætti við að fara heim með stelpunni af því hann var ekki í nokkru ástandi til að gera nokkuð fyrir hana, klöppum fyrir manninum sem fer bara í sleik og mígur sitjandi og að lokum klöppum fyrir okkur sjálfum.
ATO
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 12:44
Tilvitnun dagsins eða orð dagsins og jafnvel vísa dagsins
Ég tók mig til í gærkvöldi og skoðaði hinar og þessar bloggsíður á moggablogginu og víðar. Tók eftir því að margar af flottari bloggsíðunum bjóða upp á tilvitnun dagsins eða eitthvað slíkt. Þá er byrt einhver töff tilvitnun t.d. í þekkta fræði menn, stjórnmálamenn, grínara eða tónlistarmenn. Sumir dúndra jafnvel inn flottum vísum eða ljóðum.
Þetta verður nú Brekkan að tileinka sér, nú þegar við erum komnir (tímabundið) í þetta blogg umhverfi. Hér kemur því tilvitnun dagsins og ef lesendum síðunar dettur í hug einhverjar fleirri blogg klisjur sem við gætum tekið upp þá látið mig endilega vita.
Tilvitnurn:
Ég á ekki annarra kosta völ en að segja að þú sérst, latast, ómerkilegasti, djöfusins skömmbó, lólæf drullusokkur sem til sé, að þú sérst andstyggilegasti manlífs úrgangur sem fyrir finnist í rotþró úrhraka mankyns, að þú sérst verst innrætta kvikyndi sem mengir út frá sér þessa jörð með því einu að hafa hana undir fótunum á þér.
Radíusbræður (Tekið úr Radíusflugunni Fantur)
Siggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar